Orð og tunga - 2021, Side 100
Þorsteinn G. Indriðason: Viðskeytaraðir í íslensku 89
Í þessu safni fundust dæmi um eftirfarandi viðskeytapör:
(10) a. ilsamur: erilsamur
b. ansemi: eljansemi?
c. anska: babýlanska?, tíbetanska?, gregoríanska?
d. arska: búlgarska, tatarska
e. ilsemi: iðilsemi
f. niskapur: hræsniskapur
g. slóttur: hnýslóttur
h. nisemi: gegnisemi?, greinisemi?
i. nisamur: beinisamur?, hefnisamur?
j. unsemi: eljunsemi?
k. ungskapur: skörungskapur?
4.3.2 Umfjöllun um vafadæmi
Spurningarmerki hafa verið sett við eftirfarandi dæmi í 4.3.1 þar sem
vafi leikur á að um sé að ræða raunverulegar viðskeytaraðir: greini-
dómur, eigindlegur, megindlegur, ódólegur, óskaplegur, babýlanska, tíbet-
anska, gregoríanska, gegnisemi, greinisemi, beinisamur, hefnisamur, eljan-
semi/eljunsemi og skörungskapur, samtals fimmtán orðmyndanir en átta
við skeyta pör, ni dómur, indlegur, ólegur, skaplegur, anska, nisemi,
unsemi/-ansemi og ung skapur. Af þessum fimmtán orðmyndunum
eru fimm orð mynd anir þar sem ni er mögulega fyrra viðskeyti. Færa
má rök fyrir því að ekkert þeirra sé dæmi um viðskeytið ni og að þau
séu þá ekki hluti af viðskeytaröð. Í greinidómur og greinisemi er um að
ræða so. greina þar sem n er hluti sagnrótarinnar og ekki viðskeyti
þar sem i er tengihljóð. Sama má segja um gegnisemi, beinisamur og
hefni samur þar sem að baki eru sagnirnar gegna, beina og hefna. Mál
fræði leg greining þessara orða er því grein-i-dómur, grein-i-semi, gegn-
i-semi, bein-i-samur og hefn-i-samur með tengihljóði. Í viðskeytta orð
inu óskaplegur er um að ræða forskeytið ó og rótina skap og því er
ekki um viðskeytaröð að ræða. Í ódólegur er mögulega um að ræða
við skeyta röðina ólegur (ód-ó) og að ó sé hér styttingarviðskeyti með
marg vís legt hlutverk (sjá t.d. Jansson 2015). Það er hins vegar ekki
aug ljóst hvað verið er að stytta hér með viðskeytinu og því er þessu
dæmi sleppt. Í babýlanska, tíbetanska og grígorianska er spurningin sú
hvort um sé að ræða röðina anska. Ef orðmyndunin babýlanska er
skoð uð nánar þá er grunnorðið Babýlon sem verður svo babýlanska.
tunga_23.indb 89 16.06.2021 17:06:50