Orð og tunga - 2021, Qupperneq 13
2 Orð og tunga
allskýr munur á nokkrum þáttum í málnotkun hans eftir því sem
hann færir sig milli málaðstæðna og textategundanna þriggja.
Efniviður í rannsókninni sem sagt er frá hér á eftir er ekki mikill
að vöxtum en greining á honum á erindi við lesendur Orðs og tungu
vegna þess að ekki er mikið um athuganir á mismunandi málsniðum
í íslensku og ef frá eru taldar stílrannsóknir á sviði bókmennta hefur
lítið verið hugað að innri breytileika frá þessu sjónarhorni. Þá má
benda á að tíst (Twitter) er fremur nýlegur miðill4 sem gefur sérstakt
tilefni til að taka einmitt tíst Gísla Marteins með í samanburðinn.
Gísli Marteinn Baldursson, f. 1972, hefur gegnt mismunandi hlut
verkum á ferli sínum, m.a. sem þáttastjórnandi í sjónvarpi, stjórn
mála maður, álitsgjafi um þjóðmál og áhugamaður um bætt borgar
líf og betri borgarsamgöngur.5 Athugunin er því á vissan hátt einn ig
framlag bæði til rannsókna á málnotkun í fjölmiðlum og í stjórn mál
um. Gísli Marteinn er ekki síst heppilegt viðfangsefni vegna hins
fjölbreytta sniðs sem textar hans bjóða upp á til samanburðar: tíst,
vefpistlar og sjónvarpsþáttasamtöl. Textar Gísla Marteins Baldurs
sonar eru auðveldlega aðgengilegir þar sem þeir hafa verið birtir/
fluttir á opinberum vettvangi. Einnig hentar efniviðurinn vel m.a.
vegna þess að textarnir eru í stórum dráttum frá sama tíma í lífi
málnotandans og fjalla að hluta til um sömu efni.
Safnað var efni, valið af handahófi, sem Gísli Marteinn hefur látið
frá sér fara á þrenns konar vettvangi eða miðlum, á árunum 2015–2018.
Í heild er textasafnið ekki stórt, liðlega 10 þúsund orð, og skiptist svo:
Textategund Tegund miðils Fjöldi orða
tíst ritað mál (hámark 280 slög í senn) 4.500
vefpistlar ritað mál 4.500
sjónvarpsspjall samtöl, klippt 1.100
Tafla 1. Tegundir og umfang efniviðar í athugun á textum Gísla Marteins Baldurssonar.
4 Twitter kom fram á sjónarsviðið 2006 en málfræðilegar rannsóknir á tístum á
ensku urðu fljótlega mjög fjölskrúðugar, sjá t.a.m. yfirlit hjá Gillen og Merchant
(2013).
5 Athuganir á málfari tiltekinna einstaklinga úr opinberu lífi eru vel þekkt og viður
kennd leið í (félags)málvísindum. Meðal viðfangsefna má nefna stjórn mála menn á
borð við Tony Blair (Fairclough 2000, Pearce 2001), Söruh Palin (Purnell, Raimy og
Salmons 2009), Ed Milliband (Kirkham og Moore 2016), Helga Hrafn Gunnarsson
(Lilja Björk Stefánsdóttir 2016) og Steingrím J. Sigfússon (Lilja Björk Stefánsdóttir
og Anton Karl Ingason 2018), sjónvarpsmanninn David Attenborough (McKenzie
2017) og Elísabetu Englandsdrottningu (Harrington 2006).
tunga_23.indb 2 16.06.2021 17:06:47