Orð og tunga - 2021, Page 38
Ari Páll Kristinsson: Innri breytileiki og málsnið 27
Marteinn í hlutverki stjórnmálamanns og baráttumanns um ákveðin
málefni og virðist sem slíkur leitast við að sneiða hjá óvönduðu mál
fari. Þannig má álykta að hann taki að þessu leyti mið af almennum
viðmiðum samfélagsins t.a.m. um að framandorð eigi ekki heima í
textum þeirra sem vilja láta taka sig alvarlega í formlegri umræðu,
m.a. stjórnmálamanna. Hér má hafa til skýringar hugtak Bells (1984,
2001) um hlustendamiðun, eins og nefnt var í 2.3.1.
Í samtölunum eru vitaskuld önnur lögmál á ferðinni en í tístum
og vefpistlum að því er varðar formgerðir ýmiss konar, enda er hér
um að ræða mælt mál en ekki ritað, en ekki síst þar sem nú koma
til skjalanna lotuskipti og annað samspil mælanda og viðmælanda. Í
ljósi markmiðs athugunarinnar voru hér aðeins skoðuð og tilgreind
bein dæmi um orðaforða og málfræðiatriði í máli þáttastjórnandans
sjálfs. Eins og vænta mátti má finna endurgjöf í ríkum mæli, upp hróp
anir, hikorð, endurtekningar og að í setningar „vanti“ einhvern hefð
bundinn stofnhluta, ef svo má segja. Þá má nefna að Gísli Marteinn
byrjar lotur sínar inni í samtölum ítrekað á tengiyrðum á borð við
heyrðu, bíddu, en hérna. Hann sneiðir mikið til hjá því að nota lítt
aðlöguð framandorð og slangur er ekki heldur áberandi. Þannig er
greinilegt að enda þótt um talað mál sé að ræða geymir það ekki hið
algenga einkenni hversdagslegs talmáls sem eru „slettur“ og slangur.
Þættirnir voru unnir handa RÚV og má geta þess til að meðvitað eða
ómeðvitað hafi Gísli Marteinn sett sig í spor dæmigerðra áhorfenda
og e.t.v. samfélagsins í heild (sbr. hlustendamiðunarhugtak Bells
1984, 2001 hér á undan) og það ýti undir að hann leitist hér við að
fylgja opinberum málvöndunarviðmiðum um orðaval.
Ganga má út frá því að það sé svonefnd málnotkunarhæfni (e.
sociolinguistic competence) sem nýtist Gísla Marteini við að meta hvers
konar máleinkenni eigi við í hinum mismunandi textategundum
hverju sinni og að velja í samræmi við það annars vegar milli ýmissa
tiltækra eininga úr orðasafni sínu og hins vegar á milli mismunandi
formgerða sem hann hefur vald á – enda þótt ekki sé ljóst að hve
miklu leyti slík síun eða val á orðum og formgerðum sé meðvitað ferli
í innri breytileikanum.
Gísli Marteinn setur jafnframt mark sitt á félagslega merkingu
tján ing ar innar og hann byggir í textunum upp mismunandi hlut verk
(e. persona) eða myndir af málnotandanum (sbr. Eckert 2019); vef
pistl arnir sýna Gísla Martein rökfastan stjórnmálamann, sjónvarps
þáttastjórnandinn Gísli Marteinn er glaður og örlátur í samtali og
laðar fyrst og fremst fram það sem viðmælandinn hefur áhugavert að
tunga_23.indb 27 16.06.2021 17:06:48