Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 105
94 Orð og tunga
jafn framt fimm viðskeytaraðir þar sem vafi leikur á að um sé að ræða
raun verulegar viðskeytaraðir, sbr.: lúmskheit, bernsklegur, göfuglátur,
ofl átungur og kotroskni. Viðskeytta orðið lúmskheit er ekki dæmi um
viðskeytaröð því sk er hluti af grunnorðinu í þessu til felli. Öðru máli
gegnir um bernsklegur því færa má rök fyrir því að orð mynd unin sé
eftirfarandi: barnsk > bernsk + legur > bernsk legur. Um kotroskni gegnir
sama máli og lúmsk heit. Ekki er hægt að benda á grunnorðið sem ni
tengist, lýsingarorðið rosk inn er ekki leitt af neinu öðru, a.m.k. ekki í
nútímamáli og því ekki hægt að segja að sk sé viðskeyti þarna. Hið
sama má segja um göfug látur, þar er ekki ljóst hvað göf er í þessu
tilviki. Að síðustu er svo orðmyndunin oflátungur. Þar er hægt að færa
rök fyrir því að látungur sé raunveruleg viðskeytaröð, ef við tökum
mið af orðinu oflátur og t.d. oflæti. Af þessum fimm dæmum eru því
tvö sem hafa í sér viðskeytaröð.
4.4.3 Viðskeytaraðir með lýsingarorðsviðskeyti í fyrsta sæti
Í þessum flokki með lýsingarorðsviðskeytum þá voru mögulegar
raðir 106 og raunverulegar raðir 17. Tengingarhlutfallið er þá 17/106
eða 16% sem er töluvert hærra hlutfall en hjá nafnorðsviðskeytunum
(rúm 3%). Hér á eftir verða staðfestar raðir og dæmi um þær flokkaðar
eftir fyrra viðskeytinu og sýndar í (22)–(28) eftir að búið er að vinsa
úr vafadæmi:
(22) látur
a. látlegur: góðlátlegur, hugarlátlegur
b. látungur: oflátungur
(23) legur
a. legheit: rólegheit, skemmtilegheit, huggulegheit,
frum legheit, þægilegheit, merkilegheit
b. legleiki: óendanlegleiki, eðlilegleiki, fullkomlegleiki,
hryllilegleiki
c. legleikur: kvenlegleikur, þjóðlegleikur
(24) samur
a. samleg: vinsamlegur, skynsamlegur, heilsusamlegur,
glæpsamlegur, lofsamlegur
b. samleiki: tignarsamleiki, undursamleiki, ununar sam
leiki
c. samleikur: syndsamleikur
tunga_23.indb 94 16.06.2021 17:06:51