Orð og tunga - 2021, Page 127
116 Orð og tunga
kvæmdastjóri samskiptasviðs hjá KB banka. „Allir stjórnar
fundir fara fram á ensku, enda nokkrir stjórnarmenn erlendir,
og ársskýrslurnar eru eingöngu gefnar út á ensku. Þar sem við
erum orðin alþjóðlegur banki gefur augaleið að upplýsingar
þurfa að vera á ensku.“ Jónas segir tölvupóst til starfsmanna
innanhúss vera yfirleitt bæði á ensku og íslensku en einnig
komi fyrir að tölvupóstur sem er eingöngu á ensku sé sendur á
alla. „Þeir Íslendingar sem vinna í alþjóðlegu bankaum hverfi
verða að vera tvítyngdir,“ segir Jónas. „Ég sé þetta ekki sem
ógn við íslenskuna enda er enskan fyrst og fremst vinnumál
sem notað er í samskiptum starfsmanna á milli landa. Enskan
er tungumál alþjóðlegra viðskipta. Við erum með banka í tíu
löndum og það er nauðsynlegt að allir geti talað saman á einu
tungumáli,“ segir Jónas.
Áreiti frá ensku hefur aukist mikið í íslensku málsamfélagi (sjá t.d.
Ara Pál Kristinsson 2017, Eirík Rögnvaldsson o.fl. 2012). Fyrir um
áratug var talsvert rætt í fjölmiðlum um aukna enskunotkun í íslensku
fjármálaumhverfi (sjá t.d. Guðrúnu Kvaran 2009:117–121, Davíð Loga
Sigurðsson, 2007:13). Í Ályktun um stöðu íslenskrar tungu frá árinu 2007
beinir Íslensk málnefnd sjónum m.a. að þessum málum. Þar segir að
það sé hættumerki ef umdæmi íslensku minnkar og ekki þyki lengur
hægt að nota íslensku í viðskiptalífi á Íslandi, í verslun og þjónustu
á Íslandi, í háskólum á Íslandi eða í almannaþjónustu sem rekin
er af ríki og sveitarfélögum. Staða íslenskrar tungu myndi veikjast
ef hún yrði ekki lengur nothæf á öllum sviðum íslensks samfélags
og Íslendingar gætu ekki lengur treyst því að geta starfað og átt
viðskipti á móðurmáli sínu í eigin landi. Af þessum sökum beinist
hluti af þeirri rannsókn sem hér verður greint frá að því að kanna
íslenskunotkun í íslensku fjármálaumhverfi og viðhorf til íslenskra
íðorða og íðorðastarfs.
Alþjóðavæðingin snýr einnig að æðri menntun á Íslandi. Ísland
var meðal þeirra Evrópuríkja sem stóðu að Bolognayfirlýsingunni
árið 1999 en þar var miðað að því að skapa evrópsk menntasvæði á
háskólastigi til að auðvelda nemendum, kennurum og fræðimönnum
að flytja sig á milli Evrópulanda og nema og starfa utan síns heima
lands. Til þess að uppfylla markmið Bolognayfirlýsingarinnar og
fá erlenda nemendur til landsins þá hefur orðið sífellt algengara að
kennt sé á ensku í stað íslensku. Í kjölfarið hafa sprottið upp umræður
um stöðu íslenskrar tungu og tengjast þær ekki síst viðskiptadeildum
tunga_23.indb 116 16.06.2021 17:06:51