Orð og tunga - 2021, Side 127

Orð og tunga - 2021, Side 127
116 Orð og tunga kvæmdastjóri samskiptasviðs hjá KB banka. „Allir stjórnar­ fundir fara fram á ensku, enda nokkrir stjórnarmenn erlendir, og ársskýrslurnar eru eingöngu gefnar út á ensku. Þar sem við erum orðin alþjóðlegur banki gefur augaleið að upplýsingar þurfa að vera á ensku.“ Jónas segir tölvupóst til starfsmanna innanhúss vera yfirleitt bæði á ensku og íslensku en einnig komi fyrir að tölvupóstur sem er eingöngu á ensku sé sendur á alla. „Þeir Íslendingar sem vinna í alþjóðlegu bankaum hverfi verða að vera tvítyngdir,“ segir Jónas. „Ég sé þetta ekki sem ógn við íslenskuna enda er enskan fyrst og fremst vinnumál sem notað er í samskiptum starfsmanna á milli landa. Enskan er tungumál alþjóðlegra viðskipta. Við erum með banka í tíu löndum og það er nauðsynlegt að allir geti talað saman á einu tungumáli,“ segir Jónas. Áreiti frá ensku hefur aukist mikið í íslensku málsamfélagi (sjá t.d. Ara Pál Kristinsson 2017, Eirík Rögnvaldsson o.fl. 2012). Fyrir um áratug var talsvert rætt í fjölmiðlum um aukna enskunotkun í íslensku fjármálaumhverfi (sjá t.d. Guðrúnu Kvaran 2009:117–121, Davíð Loga Sigurðsson, 2007:13). Í Ályktun um stöðu íslenskrar tungu frá árinu 2007 beinir Íslensk málnefnd sjónum m.a. að þessum málum. Þar segir að það sé hættumerki ef umdæmi íslensku minnkar og ekki þyki lengur hægt að nota íslensku í viðskiptalífi á Íslandi, í verslun og þjónustu á Íslandi, í háskólum á Íslandi eða í almannaþjónustu sem rekin er af ríki og sveitarfélögum. Staða íslenskrar tungu myndi veikjast ef hún yrði ekki lengur nothæf á öllum sviðum íslensks samfélags og Íslendingar gætu ekki lengur treyst því að geta starfað og átt viðskipti á móðurmáli sínu í eigin landi. Af þessum sökum beinist hluti af þeirri rannsókn sem hér verður greint frá að því að kanna íslenskunotkun í íslensku fjármálaumhverfi og viðhorf til íslenskra íðorða og íðorðastarfs. Alþjóðavæðingin snýr einnig að æðri menntun á Íslandi. Ísland var meðal þeirra Evrópuríkja sem stóðu að Bologna­yfirlýsingunni árið 1999 en þar var miðað að því að skapa evrópsk menntasvæði á háskólastigi til að auðvelda nemendum, kennurum og fræðimönnum að flytja sig á milli Evrópulanda og nema og starfa utan síns heima­ lands. Til þess að uppfylla markmið Bologna­yfirlýsingarinnar og fá erlenda nemendur til landsins þá hefur orðið sífellt algengara að kennt sé á ensku í stað íslensku. Í kjölfarið hafa sprottið upp umræður um stöðu íslenskrar tungu og tengjast þær ekki síst viðskiptadeildum tunga_23.indb 116 16.06.2021 17:06:51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.