Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 21
10 Orð og tunga
Komin er heilmikil hefð fyrir rannsóknum á því hvernig ýmis
einkenni máls og málnotkunar birtast á ólíkan hátt við mismunandi
aðstæður. Málform, t.a.m. orðaval, framburður eða setningagerð,
eru þá gjarna skilgreind nokkuð nákvæmlega sem breytur, og síð
an er hin mismunandi tíðni tilbrigðanna tengd við ytri aðstæður
málnotkunarinnar, formleika, textategundir o.fl. Stundum er aðeins
ein eða fáeinar breytur til athugunar hverju sinni, og í sumum
rannsóknum eru hinir ytri þættir skilgreindir eingöngu í fremur
grófum dráttum (t.d. „hversdagslegt“ annars vegar og „formlegt“
hins vegar). Í öðrum tilfellum er um að ræða viðamiklar rannsóknir,
á stærri málheildum; reynt að skoða fjölmargar setningarlegar og
orðfræðilegar breytur í senn og kanna tíðni tilbrigðanna í mörgum
textategundum í samanburðarskyni.
Biber (1988:67; 1995) hafði t.a.m. 23 textategundir undir í rann
sókn um sínum á efniviði sem nam hátt í milljón lesmálsorða. Sem
dæmi um íslenska rannsókn þar sem stuðst var við nálgun í þess
um anda má nefna Ara Pál Kristinsson (2009:30–31) í athugun á mál
einkennum útvarpsfrétta og dægurmálaefnis í útvarpi; þar var gengið
út frá því að málsnið mætti skilgreina sem mengi máleinkenna sem
fylgdu greinilegu mynstri eftir textategund, samskiptaaðstæðum og
undirbúningstíma. Byggt var m.a. á nálgun sem beitt hafði ver ið í
rannsóknum á norsku útvarpsmáli (Vagle 1991) en útfærsla at hug
un ar innar studdist m.a. við rannsóknir Bibers og félaga og þær að
ferðir sem lýst er t.a.m. hjá Biber, Conrad og Reppen (1998) þar sem
margar málbreytur eru skilgreindar og mismikil tíðni þeirra athuguð
og borin saman í mismunandi textum. Þessi aðferðafræði er engan
veginn úrelt og hefur t.a.m. verið beitt í nýlegri rannsókn á tístum
á ensku þar sem 96.000 tístum var slegið saman í gagnasafn og það
síðan borið saman við annað gagnasafn (Coates 2016).
Segja má að málsniðshugtakið sé fremur haft sem greiningartæki
en skýringartæki í hinni hefðbundnu nálgun sem lýst hefur verið
hér á undan. En undanfarna áratugi hafa rannsakendur beint athygli
sinni í meira mæli að sjálfsmynd málnotenda, frumvirkni þeirra (e.
speaker agency) og hvata til að reyna að hafa áhrif á þá félagslegu
merkingu sem felst í málhegðuninni og þar með málsniðinu, sbr.
t.a.m. Eckert (2000, 2012, 2019) eða SchillingEstes (2002:388–394).
Þá er undirstrikað að málnotendur velja sér – fremur en að þeir láti
velja handa sér – tilteknar leiðir í málnotkun. Í raun og veru er hér um
að ræða útvíkkun á viðfangsefni hinna hefðbundnari málsniðsrann
sókna (sbr. umræðu hér á undan um hugtakið style í víðari skilningi)
tunga_23.indb 10 16.06.2021 17:06:47