Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 126
Ágústa Þorbergsdóttir: Staða íslensku á sviði fjármála 115
öðrum hugtökum. Þetta verklag er tilgreint í stöðlum um íðorðastörf,
sem Alþjóðlega staðlastofnunin, International Organization for
Standardization (ISO), hafa gefið út. Hér á landi eru þessi vinnubrögð
lítt þekkt og rétt er að benda á að staðlarnir eru þar að auki yngri en
elstu orðasöfnin sem hér var getið um.
2.3 Lög og ályktanir um mikilvægi íðorðastarfs
Í kafla 2.1 var nefnt aðalmarkmið íslenskrar málstefnu, Íslensku til alls
(2009:11), sem er að tryggja að íslenska verði notuð á öllum sviðum
íslensks samfélags. Íslenskur orðaforði er forsenda þess að hægt sé
að tala og rita um sérhæfð efni á íslensku. Sé ekki lögð áhersla á að
efla orðaforðann með tilheyrandi íðorðstarfi getur það leitt til þess
að íslenska verði ónothæf á ákveðnum sérsviðum eða umdæmum
samfélagsins vegna skorts á íðorðum. Slík staða er kölluð á íslensku
umdæmismissir eða notkunarsviðstap og á ensku domain loss (sbr.
Íslenska til alls 2009:11, 52 og Johan Myking 2011:135–136).
Sama áhersla kemur skýrt fram í lögum um stöðu íslenskrar tungu
og íslensks táknmáls, nr. 61/2011, en þar segir í 11. grein að stjórn völd
skulu stuðla að því að íslenskur fræðiorðaforði á ólíkum svið um eflist
jafnt og þétt, sé öllum aðgengilegur og notaður sem víðast. Mikilvægi
íðorðastarfs er enn fremur áréttað í þingsályktun frá 7. júní 2019 um
að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi þar sem í aðgerðaáætlun
er m.a. lögð áhersla á að aðgerðir til að tryggja að íslenskur fræðiorða
forði og íðorðastarf eflist. Það er því engum vafa undirorpið að ef það
er á annað borð markmið íslensks þjóðfélags að efla tungumál sitt þá
er litið svo á að íðorðastarf sé þar nauðsynlegur þáttur.
2.4 Áhrif alþjóðavæðingar
Fyrir um áratug var talsvert rætt um enskunotkun í íslensku fjármála
umhverfi. Tengist þetta svokölluðum útrásarfyrirtækjum sem höfðu
höfuðstöðvar sínar á Íslandi en sökum þess að útibú og ýmsir sam
starfsaðilar voru í öðrum löndum fór starfsemi þeirra fram á tveimur
tungumálum. Í einhverjum tilvikum var enska orðin að samskiptamáli
í fjármálafyrirtækjum. Um þetta mátti m.a. lesa í grein Ingveldar
Geirsdóttur, Hvert er málið?, í Lesbók Morgunblaðsins 21. janúar 2006.
„Enskan er í rauninni orðin tungumál KB banka og er búin
að vera það í nokkurn tíma,“ segir Jónas Sigurgeirsson, fram
tunga_23.indb 115 16.06.2021 17:06:51