Orð og tunga - 2021, Side 126

Orð og tunga - 2021, Side 126
Ágústa Þorbergsdóttir: Staða íslensku á sviði fjármála 115 öðrum hugtökum. Þetta verklag er tilgreint í stöðlum um íðorðastörf, sem Alþjóðlega staðlastofnunin, International Organization for Standardization (ISO), hafa gefið út. Hér á landi eru þessi vinnubrögð lítt þekkt og rétt er að benda á að staðlarnir eru þar að auki yngri en elstu orðasöfnin sem hér var getið um. 2.3 Lög og ályktanir um mikilvægi íðorðastarfs Í kafla 2.1 var nefnt aðalmarkmið íslenskrar málstefnu, Íslensku til alls (2009:11), sem er að tryggja að íslenska verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Íslenskur orðaforði er forsenda þess að hægt sé að tala og rita um sérhæfð efni á íslensku. Sé ekki lögð áhersla á að efla orðaforðann með tilheyrandi íðorðstarfi getur það leitt til þess að íslenska verði ónothæf á ákveðnum sérsviðum eða umdæmum samfélagsins vegna skorts á íðorðum. Slík staða er kölluð á íslensku umdæmismissir eða notkunarsviðstap og á ensku domain loss (sbr. Íslenska til alls 2009:11, 52 og Johan Myking 2011:135–136). Sama áhersla kemur skýrt fram í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls, nr. 61/2011, en þar segir í 11. grein að stjórn völd skulu stuðla að því að íslenskur fræðiorðaforði á ólíkum svið um eflist jafnt og þétt, sé öllum aðgengilegur og notaður sem víðast. Mikilvægi íðorðastarfs er enn fremur áréttað í þingsályktun frá 7. júní 2019 um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi þar sem í aðgerðaáætlun er m.a. lögð áhersla á að aðgerðir til að tryggja að íslenskur fræðiorða­ forði og íðorðastarf eflist. Það er því engum vafa undirorpið að ef það er á annað borð markmið íslensks þjóðfélags að efla tungumál sitt þá er litið svo á að íðorðastarf sé þar nauðsynlegur þáttur. 2.4 Áhrif alþjóðavæðingar Fyrir um áratug var talsvert rætt um enskunotkun í íslensku fjármála­ umhverfi. Tengist þetta svokölluðum útrásarfyrirtækjum sem höfðu höfuðstöðvar sínar á Íslandi en sökum þess að útibú og ýmsir sam­ starfsaðilar voru í öðrum löndum fór starfsemi þeirra fram á tveimur tungumálum. Í einhverjum tilvikum var enska orðin að samskiptamáli í fjármálafyrirtækjum. Um þetta mátti m.a. lesa í grein Ingveldar Geirsdóttur, Hvert er málið?, í Lesbók Morgunblaðsins 21. janúar 2006. „Enskan er í rauninni orðin tungumál KB banka og er búin að vera það í nokkurn tíma,“ segir Jónas Sigurgeirsson, fram­ tunga_23.indb 115 16.06.2021 17:06:51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.