Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 153
142 Orð og tunga
Gælunöfnin sem hér hafa verið talin og ekki eru á lista Jóns Grunn
víkings eru þessi:
Ásta, Bila, Odda, Sæka, Úlfa; Barti, Gamli, Grími, Nóri, Tumi, Véðinn. Það
skal þó tekið fram að Jón er með gælunafnið Grímsi á listanum. Ef til
vill hefur hann ekki álitið nöfnin Ásta, Gamli og Tumi vera gælunöfn
þar sem þau koma fyrir í fornu máli.
Samanburður við manntöl frá fyrri tíð sýnir að megnið af þessum
gælunöfnum er þar að finna, þó ekki öll.
Ef við tökum manntalið 1703 fyrst, kemur í ljós að af gælunöfnum
kvenna hefur manntalið þessi: Emma, Fríða, Gunna, Inga, Lalía, Lauga,
Odda, Steinka, Úlfa, Vigga og Þrúða en gælunöfn karla: Fúsi, Óli, Panti,
Tumi og Valdi. Kvenkyns gælunöfnin eru 11 en karlkyns nöfnin 5.
Emma, Lalía og Vigga; Óli og Panti eru ekki í ritinu.
Í manntalinu 1801 eru kvennöfnin Finna, Inga, Ragna og Þrúða en
karlamegin eru Óli, Steini, Tumi og Valdi. Ragna og Steini eru ekki í
ritinu.
Í manntalinu 1845 eru kvennöfnin Inga, Jóna og Þrúða. Karlanöfnin
eru Óli, Steini, Tumi og Valdi. Óli og Steini eru ekki í ritinu.
Niðurstaðan af þessari athugun er að gælunöfnin eru mun fleiri
í ættartölusafnritinu en manntalinu 1703. Samanburður við mann
tölin frá 19. öld sýnir enn meiri mun. Gælunöfnin eru þar enn færri.
Munurinn getur legið í því að manntölin eru opinber gögn en Ættar
tölusafnritið er einkalegra og hefur ekki verið tekið saman með það
fyrir augum að birta það á prenti (ÆÞJ II:484). Safnritið nær yfir
langt tímabil en manntölin voru bundin við eitt ár svo að tölulegur
samanburður er e.t.v. ekki raunhæfur. En ritið sýnir líklega betur
raunverulega notkun gælunafnanna manna á meðal en manntölin og
önnur gögn sem yfirvöld stóðu að.
Heimildir
Guðrún Kvaran. 2005. Íslensk tunga II. Orð. Handbók um beygingar- og orð-
mynd unarfræði. Reykjavík: Almenna bókafélagið.
Guðrún Kvaran. 2011. Nöfn Íslendinga. Ný útgáfa. Reykjavík: Forlagið.
Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá Arnarvatni. 1991. Nöfn Íslendinga.
Reykjavík: Heimskringla. Háskólaforlag Máls og menningar.
Gunnlaugur Einar Gunnlaugsson. 1884. Maurapúkinn. Norðanfari.
Íslendingabók. http://www.islendingabok.is.
Jón lærði Guðmundsson. 1894. Áradalsóður. Huld IV. Reykjavík.
Tímarit.is. http://timarit.is/ (sótt í ágúst 2020).
tunga_23.indb 142 16.06.2021 17:06:52