Orð og tunga - 2021, Page 152
Svavar Sigmundsson: Gælunöfn í ættartölusafnriti 141
ur kemur þar fyrir, LitliGvendur Jónsson eða Guðmundur Jónsson
Markússonar (ÆÞJ II:171 og 75).
Láfi: Tveir Láfar eru nefndir til sögu í ritinu, GrenjaLáfi, sem var
Ólafur Teitsson á Grenjum (ÆÞJ II:66) og StóriLáfi Þ. sem ekki er
nafngreindur frekar (ÆÞJ II:238 og ÆÞJ I:458).
Leifi: Aðeins einn Leifi er nefndur í ritinu, LatiLeifi, auknefndur
vegabætir (ÆÞJ II:170 og ÆÞJ I:53). Hann hét Þorleifur Jónsson skv.
Íslendingabók Íslenskrar erfðagreiningar.
Nóri: Aðeins LagaNóri (Laganóri) er nefndur í ritinu en hann hét
fullu nafni Arnór Jónsson (ÆÞJ II:169).
Runki: Aðeins einn er nefndur þessu nafni í ritinu, Runki Erlendsson
(ÆÞJ II:209). Hann hét Runólfur skv. Íslendingabók Íslenskrar erfða
greiningar.
Tobbi: Einn ber þetta nafn í ritinu, GrenjaTobbi (ÆÞJ II:66) en hann
hét Þorbjörn Sveinsson, vinnumaður í Munaðarnesi. Hann var
brennd ur á alþingi, þjófur og galdramaður (ÆÞJ I:209–210).
Tumi: Einir níu Tumar eru tilgreindir í ritinu en enginn er beint
tengdur við þá mörgu Tumasa sem þar koma fyrir (ÆÞJ II:245). Jón
Ólafsson nefnir að Tumsi sé stuttnefni af Thomas. Guðrún Kvaran
(2011:587) gerir ekki ráð fyrir beinu sambandi nafnanna Tumi og
Tumas í Nöfnum Íslendinga. Úr eignarfallinu Tumasson var auðvelt að
heyra Tumason.
Valdi: Nafnið kemur aðeins fyrir sem föðurnafn í ritinu, Sigríður
Valdadóttir (ÆÞJ II:219), en ekki er vitað hvort faðir hennar hét öðru
nafni.
Varði: Aðeins einn Varði er nefndur í ritinu, SteinkuVarði, og dóttir
hans Guðrún Varðadóttir (ÆÞJ II:234 og 96). Sagt er frá honum í
Áradalsóði Jóns lærða Guðmundssonar (1894:60–63).
Véðinn: Þetta óvenjulega gælunafn er eitt í ritinu, Véðinn í Hvolhrepp
(ÆÞJ II:249) en hann er einnig nefndur Úlfhéðinn. Framburður nafns
ins hefur verið því sem næst /úlvéðinn/ og þar af gælunafnið.
Samkvæmt þessu eru kvenkyns gælunöfnin 23 en karlkyns nöfnin 14
í ritinu.
tunga_23.indb 141 16.06.2021 17:06:52