Orð og tunga - 2021, Qupperneq 72
Ásta Svavarsdóttir: Málnotkun í fjölskyldubréfum 61
astronomía, disciplin, maþematík og dimissionarthema. Báðir nota þeir
líka orð sem tengjast daglegu lífi — heimili, heilsufari, hvers dags
erindum o.s.frv. Meðal slíkra orða hjá Finni eru blómstatív, kommóða,
útvortis, upplagður, banki og telegrafera og Klemens notar t.d. orðin
mublur, harmoníka, inflúensa, forkelelsestíð, gratúlera og skítblankur. Þótt
systurnar Guðný og Guðrún noti hlutfallslega færri aðkomuorð í
bréfum sínum en bræðurnir þá eru dæmin mörg af því að þær eiga
fleiri bréf í úrvalinu en bræðurnir. Lítið er um sérhæfð orð í bréfum
þeirra ef frá eru talin orð sem tengjast saumaskap og fatagerð.
Guðný notar t.d. sagnirnar baldíra og skattera og í bréfum Guðrúnar
eru nafnorðin ektavír, kantilíur og palíettur. Þá virðist orðanotkun
Guðrúnar vitna um ábyrgð hennar á flíkum fjölskyldunnar og störf
við saumaskap og að hún hafi haft auga fyrir fötum og fylgihlutum:
sjal, slör, frakki (og yfirfrakki), hárstáss, flibbi, paraply og lonngeniet
(væntanlega lonnéttur) ásamt sögninni punta og lýsingarorðinu stíf-
aður (um flibba). Orðaforði systranna tengist líka félagslífi og skemmt
unum, t.d. koma orðin konsert, kómidía, vísitt, dansa, fortepíanó og orgel
fyrir í bréfum Guðnýjar, grín, klubbur og skólaball hjá Guðrúnu og
ball og billet hjá þeim báðum. Finnur fær t.d. fréttir af dansleik í bréfi
frá Guðrúnu systur sinni 1880: „alt fór vel og nóg forlebelsi var þar
líka, Sigga í skólanum er rasandi forlíbt í Þorgrími.“ Auk þess er fjöldi
annarra aðkomuorða í bréfum systranna sem mörg tengjast daglegu
amstri, kvillum, neysluvörum o.s.frv. rétt eins og í bréfum bræðra
þeirra: kæfudunkur, sjókolaði, maskína, skreðari, flinkur og flott (Guðrún);
mislingar, pest, bakarí, pjattaður, tog ‘lest’ og túr (Guðný) svo nefnd séu
nokkur dæmi. Eina dæmið um orðasamband af erlendum uppruna
í bréfum þeirra systra er glad í sinni hjá Guðrúnu. Það er auðkennt
með gæsalöppum og er eins konar blendingur því einungis fyrsta
orðið heldur sinni dönsku mynd og það sem á eftir fer er þýðing. Bréf
Sigurjónu skera sig úr. Í þeim eru mjög fá aðkomuorð og hlutfall þeirra
talsvert lægra en hjá hálfsystkinum hennar. Flest orðin eru þau sömu
og hin systkinin notuðu, einkum algengustu orðin s.s. mánaðaheiti
en einnig gamalgróin tökuorð eins og brúka, máski og alltso. Eina orðið
í bréfum hennar sem tengist beinlínis nýjum tímum er fortópíanó (sem
Guðný notaði líka en í örlítið annarri mynd) sem virðist fyrst hafa
verið notað í íslensku um miðja 19. öld.
Niðurstöður í þessum kafla sýna að í bréfum systkinanna eru u.þ.b.
1−2% orðanna af erlendum uppruna, hluti þeirra beinlínis útlend orð.
Þótt þetta hlutfall sé ekki hátt þá er það miklu hærra en í útgefnum
blöðum frá sama tíma þar sem það var innan við hálft prósent (Ásta
tunga_23.indb 61 16.06.2021 17:06:49