Orð og tunga - 2021, Page 72

Orð og tunga - 2021, Page 72
Ásta Svavarsdóttir: Málnotkun í fjölskyldubréfum 61 astronomía, disciplin, maþematík og dimissionarthema. Báðir nota þeir líka orð sem tengjast daglegu lífi — heimili, heilsufari, hvers dags­ erindum o.s.frv. Meðal slíkra orða hjá Finni eru blómstatív, kommóða, útvortis, upplagður, banki og telegrafera og Klemens notar t.d. orðin mublur, harmoníka, inflúensa, forkelelsestíð, gratúlera og skítblankur. Þótt systurnar Guðný og Guðrún noti hlutfallslega færri aðkomuorð í bréfum sínum en bræðurnir þá eru dæmin mörg af því að þær eiga fleiri bréf í úrvalinu en bræðurnir. Lítið er um sérhæfð orð í bréfum þeirra ef frá eru talin orð sem tengjast saumaskap og fatagerð. Guðný notar t.d. sagnirnar baldíra og skattera og í bréfum Guðrúnar eru nafnorðin ektavír, kantilíur og palíettur. Þá virðist orðanotkun Guðrúnar vitna um ábyrgð hennar á flíkum fjölskyldunnar og störf við saumaskap og að hún hafi haft auga fyrir fötum og fylgihlutum: sjal, slör, frakki (og yfirfrakki), hárstáss, flibbi, paraply og lonngeniet (væntanlega lonnéttur) ásamt sögninni punta og lýsingarorðinu stíf- aður (um flibba). Orðaforði systranna tengist líka félagslífi og skemmt­ unum, t.d. koma orðin konsert, kómidía, vísitt, dansa, fortepíanó og orgel fyrir í bréfum Guðnýjar, grín, klubbur og skólaball hjá Guðrúnu og ball og billet hjá þeim báðum. Finnur fær t.d. fréttir af dansleik í bréfi frá Guðrúnu systur sinni 1880: „alt fór vel og nóg forlebelsi var þar líka, Sigga í skólanum er rasandi forlíbt í Þorgrími.“ Auk þess er fjöldi annarra aðkomuorða í bréfum systranna sem mörg tengjast daglegu amstri, kvillum, neysluvörum o.s.frv. rétt eins og í bréfum bræðra þeirra: kæfudunkur, sjókolaði, maskína, skreðari, flinkur og flott (Guðrún); mislingar, pest, bakarí, pjattaður, tog ‘lest’ og túr (Guðný) svo nefnd séu nokkur dæmi. Eina dæmið um orðasamband af erlendum uppruna í bréfum þeirra systra er glad í sinni hjá Guðrúnu. Það er auðkennt með gæsalöppum og er eins konar blendingur því einungis fyrsta orðið heldur sinni dönsku mynd og það sem á eftir fer er þýðing. Bréf Sigurjónu skera sig úr. Í þeim eru mjög fá aðkomuorð og hlutfall þeirra talsvert lægra en hjá hálfsystkinum hennar. Flest orðin eru þau sömu og hin systkinin notuðu, einkum algengustu orðin s.s. mánaðaheiti en einnig gamalgróin tökuorð eins og brúka, máski og alltso. Eina orðið í bréfum hennar sem tengist beinlínis nýjum tímum er fortópíanó (sem Guðný notaði líka en í örlítið annarri mynd) sem virðist fyrst hafa verið notað í íslensku um miðja 19. öld. Niðurstöður í þessum kafla sýna að í bréfum systkinanna eru u.þ.b. 1−2% orðanna af erlendum uppruna, hluti þeirra beinlínis útlend orð. Þótt þetta hlutfall sé ekki hátt þá er það miklu hærra en í útgefnum blöðum frá sama tíma þar sem það var innan við hálft prósent (Ásta tunga_23.indb 61 16.06.2021 17:06:49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.