Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 51

Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 51
40 Orð og tunga Rannsóknin sem hér er kynnt byggist á efni úr rafrænu safni einkabréfa frá 19. öld og upphafi 20. aldar sem var sett saman í þeim tilgangi að skapa grundvöll fyrir rannsóknir á máli og málnotkun byggðar á aðgengilegum raungögnum.3 Safninu er ætlað að endur­ spegla eftir því sem kostur er persónuleg skrif fólks í bréfum til ættingja og vina og markmiðið var að safnið endurspeglaði sem breiðastan hóp bréfritara — fólks á ólíkum aldri, kvenna jafnt sem karla, víðs vegar að af landinu og með mismunandi stöðu í samfélaginu. Mjög mismikið er raunar vitað um einstaka bréfritara, í sumum tilvikum einungis það sem ráða má af bréfunum sjálfum en í öðrum hefur tekist að afla talsverðra upplýsinga um skrifarana og líf þeirra úr ýmsum heimildum. Safnið geymir nú tæplega 2000 bréf frá næstum 350 bréfriturum. Langflest bréfin eru frá 19. öld, einkum síðari hluta hennar, en u.þ.b. 150 bréf eru frá fyrstu tveimur áratugum 20. aldar, skrifuð af fólki sem flest var fætt á tímabilinu 1840–1890. Í heild eru bréfin í safninu um 1,3 milljónir lesmálsorða (hlaupandi orða) en það eru einingar í texta sem afmarkast af bilum. Safnið í heild er ekki jafnvægt (e. balanced corpus) því bréfin eru afar mismörg eftir ritunartíma og ritunarstað, aldri og kyni bréfritara, fjölda bréfa frá hverjum skrifara o.s.frv. Þó má ætla að samsetning safnsins endurspegli að einhverju leyti bréfaskriftir á þessu tímabili, hvernig bréfin dreifast innan þess og hverjir skrifuðu þau en jafnframt hafa tilviljanir og aðstæður ráðið nokkru um varðveislu bréfanna og þar með um það hvaða efniviður er tiltækur til rannsókna nú. Markmið rannsóknarinnar, að skoða sambandið á milli máls og málnotkunar annars vegar og samfélagslegra aðstæðna og breytinga á þeim hins vegar, kallar á tiltölulega mikla vitneskju um bakgrunn málhafa og nægilegt efni frá hverjum bréfritara. Þess vegna er hér unnið með úrval úr bréfasafninu. Í forgrunni eru fimm einstaklingar sem voru tengdir fjölskylduböndum. Þeir eiga hver um sig allmörg 3 Haraldur Bernharðsson og Jóhannes Gísli Jónsson lögðu grunn að bréfasafninu. Það varð síðar að öðru megingagnasafni rannsóknarverkefnisins „Málbreytingar og tilbrigði í íslensku máli á 19. öld: tilurð opinbers málstaðals“ (sjá https:// www.arnastofnun.is/is/malbreytingar­og­tilbrigdi­i­islensku­mali­19­old­tilurd­ opinbers­malstadals), styrkt af Rannsóknarsjóði 2012–2014 (#120646021­23), og var aukið og endurbætt á vegum þess. Í safninu eru stafrænar ljósmyndir af bréfunum og stafréttar uppskriftir á þeim ásamt tiltækum upplýsingum um bréfin, bréfritara og viðtakendur. Í nokkrum tilvikum hafa útgefendur bréfa sem komið hafa út á bók á síðari árum lagt sínar uppskriftir til safnsins. Frumrit bréfanna eru varðveitt í íslenskum og erlendum söfnum, ekki síst í einkaskjalasöfnum einstaklinga sem lands­ eða héraðsskjalasöfn hafa fengið til varðveislu. tunga_23.indb 40 16.06.2021 17:06:48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.