Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 109
98 Orð og tunga
myndar lýsingarorð og tengist aðeins einsatkvæðis grunnorðum, sbr.
austrænn, ástrænn, bókrænn, brauðrænn, brjóstrænn, draumrænn, dul-
rænn, fjall rænn, fjarrænn, suðrænn, rafrænn, lífrænn, sálrænn, vestrænn,
mynd rænn, flaum rænn, hliðrænn, starfrænn, vistrænn og skynrænn.
Grunn orð in með viðskeytinu lingur eru sömuleiðis flest eitt atkvæði,
sbr. lær ling ur, disk lingur, bitlingur, sjúklingur, gríslingur, bæklingur og
jepp ling ur. Eins er um átta sem myndar nafnorð og virðist eingöngu
tengj ast eins at kvæð is grunnorðum, sbr. kunnátta, vinátta og barátta.
Eftirtalin viðskeyti geta hins vegar ekki tengst grunnorði þar sem í
er lýsingarorðsviðskeyti, sbr. (34):
(34) indi, lingur, látur, ska
Viðskeytið indi tengist einungis einsatkvæðis grunnorðum, sbr. bág-
indi, réttindi, firnindi, fríðindi, vísindi, illindi og þægindi. Sama er að
segja um viðskeytið ska, sbr. viska, mennska, kænska, fíflska og bernska.
Viðskeytið látur getur tengst grunnorðum sem eru bæði eitt og tvö
atkvæði og tvíkvæðum grunnorðum en ekki viðskeyttum grunn orð
um. Hamlan er því vel staðfest í þessu viðskeyti, sbr. dæmin þakk-
látur, réttlátur, hljóðlátur, örlátur, fálátur, hæglátur, ranglátur, kyrr látur,
þrálátur, hreinlátur, ranglátur, bráðlátur og lauslátur. Nokkur tví kvæð
grunnorð eru til, sbr. lítillátur, steigurlátur, eftirlátur og mikillátur og
t.d. drembilátur og stýrilátur með tengihljóði milli fyrri og seinni hluta.
Einnig finnast formgerðir eins og van-þakklátur með forskeyti.
5.2.3 Dæmi um opin og lokuð viðskeyti í íslensku
Í rannsókninni komu fram viðskeyti sem ekki gátu bætt við sig öðrum
viðskeytum öðruvísi en að á milli kæmi beygingarending (klofin
viðskeyting, sjá 5.3). Dæmi um nafnorðsviðskeyti sem svo er ástatt
um eru sýnd í (35), þetta eru þá svokölluð lokuð viðskeyti:
(35) ald, átta, erni, háttur, heit, leikur, leiki, lingur,
naður, semi, ska
Dæmi um lýsingarorðsviðskeyti sem ekki geta bætt við sig öðrum
viðskeytum eru:
(36) óttur, rænn
Svokölluð opin viðskeyti leyfa hins vegar slíka tengingu við önnur
viðskeyti. Af nafnorðsviðskeytum má nefna -an, -and, -dóm, -ingur
og il og af lýsingarorðsviðskeytum má nefna -látur, -legur, -neskur,
tunga_23.indb 98 16.06.2021 17:06:51