Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 56
Ásta Svavarsdóttir: Málnotkun í fjölskyldubréfum 45
3.3 Málbreytur
Í rannsókninni er sjónum beint að sambandinu milli málnotkunar
einstaklinga og ytri þátta sem kunna að hafa haft áhrif á hana. Auk
einstaklingsbundinna þátta tengjast þessir ytri þættir annars veg ar
breytingum í samfélaginu með auknum landfræðilegum og félags
legum hreyfanleika, ekki síst þéttbýlismyndun og áhrifum henn ar,
og hins vegar vaxandi málstöðlun, sérstaklega í ritmáli, og áhrif
um hennar á málnotkun almennings í daglegu lífi — í þessu tilviki
eins og hún endurspeglast í einkabréfum til náinna ættingja. Í syst
kinahópnum sem hér er í forgrunni má finna andstæður í kyni og
menntun og þeim möguleikum sem hún skapar einstaklingunum
(bræður andspænis systrum) en einnig í búsetu, bæði andstæðu milli
þéttbýlis og dreifbýlis og milli landshluta (alsystkinin andspænis
hálfsysturinni) og hugsanleg áhrif af langdvölum eða búsetu erlendis
(bræðurnir, einkum Finnur, andspænis systrunum). Málnotkun syst
kinanna er hér skoðuð út frá tveimur mjög ólíkum málbreytum sem
komu báðar við sögu í umræðum um æskilega notkun og þróun
málsins og viðleitni til aukinnar málstöðlunar. Önnur þeirra varðar
tilbrigði í beygingarmyndum en hin snýr að orðavali og orðanotkun.
3.3.1 Nútíð eintölu af hafa
Fyrri breytan felur í sér tilbrigði í nútíð eintölu framsöguhætti sagn
ar innar hafa þar sem bæði koma fyrir myndirnar (ég) hef, (þú/hann)
hefur og (ég) hefi, (þú/hún) hefir. Bæði afbrigðin voru til í fornu máli en
hefi og hefir voru þá ríkjandi munstur og myndirnar hef og hefr einkum
notaðar í skáldskap. Síðar fór dreifing myndanna að riðlast og gömlu
skáldskaparmyndirnar tóku að ryðja sér til rúms í málinu almennt,
fyrst í 2. og 3. persónu en síðar líka í 1. persónu. Í nútímamáli eru
myndirnar hef og hefur nánast einráðar (sjá nánar Harald Bernharðsson
2017:113 og tilvísanir þar). Í textum frá 19. öld koma allar myndirnar
fyrir og rannsóknin beindist að því að skoða nánar notkun þeirra og
dreifingu.
Í málfræðiritum frá 19. öld eru nútíðarmyndir eintölu ýmist tald
ar vera hefi, hefir eða hef, hefur, stundum með málsögulegum athuga
semdum (sjá yfirlit hjá Atla Jóhannssyni 2015:113−118). Rasmus Rask
sýnir t.d. beygingardæmið með gömlu tvíkvæðu imyndunum og
notar þær sjálfur en segir jafnframt: „Af hafa säges nu ofta i præs. eg
hef, þu, hann hefr“ (Rask 1818:297). Aftur á móti segir Halldór
tunga_23.indb 45 16.06.2021 17:06:48