Orð og tunga - 2021, Page 71
60 Orð og tunga
sérstaklega. Vegna þess hvað kóðavíxl í stökum orðum vega þungt í
bréfum Klemensar dreifast þau um textann og eru sjaldnast auðkennd
á nokkurn hátt. Lesandi fær því þá tilfinningu að Klemens „sletti“
meira en Finnur þótt fjöldi erlendra orða sé svipaður hjá báðum.
Flest aðkomuorðin eru bara notuð einu sinni eða tvisvar í bréfun
um en þó koma allnokkur orð oftar fyrir og hjá fleiri en einum bréf
ritara. Algengust eru mánaðaheiti — janúar, febrúar, mars o.s.frv. —
annað hvort rituð fullum stöfum eða skammstöfuð. Eins og vænta
mátti koma þau fyrir í flestum bréfanna og hjá öllum systkinunum.
Þau eru alvanaleg nú á dögum og tæplega litið á þau sem aðskotaorð
en eigi að síður eru þau talin tilkomin á 19. öld í núverandi mynd
(Ásgeir Blöndal Magnússon 1989). Orðið króna sem mynteining er
líka algengt og notað af öllum systkinunum nema Sigurjónu, ýmist
fullum stöfum eða sem skammstöfunin kr. Ýmiss konar titlar eru
líka talsvert notaðir í bréfum systkinanna allra þegar vísað er til
fólks, bæði Íslendinga og útlendinga, og þeir standa þá oftast með
síðara nafni viðkomandi: frú Hjaltalín, fröken Jensen, dr. Wimmer,
mad. Buchard, prófessor Grann o.s.frv. Þessi dæmi sýna líka þann sið
að vísa til fólks, þ. á m. Íslendinga, með eftirnafni, oft með titli eða
upphafsstaf fyrir framan. Þetta var algengt í 19. aldar textum, þar á
meðal í bréfaúrvalinu, og er komið til fyrir erlend áhrif. Nöfn voru þó
ekki talin með aðkomuorðum hér (sbr. 3.4). Loks má nefna nokkur
orð til viðbótar sem eru notuð a.m.k. fimm sinnum og af a.m.k.
þremur bréfriturum: sögnin brúka, lýsingarorðið frískur og nafnorðin
familía, kaffi, póstur og stúdent. Þau eru öll meira eða minna aðlöguð að
málinu, beygð að íslenskum hætti og sum þeirra koma líka fyrir sem
liður í samsettum orðum (kaffikanna, póstboð, pósthús og póstkrafa). Tvö
orðanna, brúka og stúdent, má rekja aftur til 16. aldar en hin eru frá 18.
og 19. öld og öll eiga þau sér samsvörun í dönsku.
Orð sem koma sjaldan fyrir einskorðast flest við einn bréfritara og
hér verður rýnt í eðli og einkenni þessara orða með áherslu á að kanna
hvort munur á bræðrum og systrum sé greinanlegur í fleiru en meiri
kóðavíxlum hjá bræðrunum (sjá Töflu 6). Orðaforðinn í bréfunum
markast vitaskuld af umræðuefninu hverju sinni en um leið af starfi
og viðfangsefnum bréfritaranna. Í bréfum bræðranna er nokkuð um
lærð orð af latneskum eða grískum uppruna þótt mörg þeirra séu
eflaust fengin úr dönsku. Merking slíkra orða er oft sérhæfð og þau
tengjast ekki síst skólagöngu þeirra og fræðastörfum. Í bréfum Finns
koma t.d. fyrir orðin höfuðregistur, prívatsekreteri, díalekt, realisjón og
varíant og hjá Klemensi má m.a. finna orðin akademiskur, próduct,
tunga_23.indb 60 16.06.2021 17:06:49