Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 106
Þorsteinn G. Indriðason: Viðskeytaraðir í íslensku 95
(25) sk
a. skingi: heimskingi
b. sklegur: bernsklegur
(26) ugur
a. ugheit: hortugheit, sniðugheit, grínaktugheit, harð
svírugheit, slóttugheit
b. uglegur: kunnuglegur, mynd uglegur, sköruglegur,
náðug legur
c. ugleikur: hentugleikur, skyldugleikur, snúðugleikur
d. ugleiki: myndugleiki, hentugleiki, skyldugleiki, stöð
ug leiki, hróðugleiki
(27) ull
a. ulleiki: hverfulleiki, óbrigðulleiki, óskeikulleiki
b. ulleikur: reikulleikur, skeikulleikur, ötulleikur
(28) nesk: neskleikur
Eins og hjá viðskeytaröðum með nafnorðsviðskeyti í fyrsta sæti má
segja að formlega séð séu margir ónýttir tengingarmöguleikar í kerf
inu þegar kemur að viðskeyttum orðum með tvö viðskeyti innan
borðs.
4.5 Helstu niðurstöður
Í þessum kafla hefur 661 (555 + 106) möguleg viðskeytaröð verið
könnuð til þess að komast að því hversu margar af þeim koma fyrir í
ÍOS og BÍN. Niðurstöðurnar leiða í ljós frekar lágt hlutfall staðfestra
viðskeytapara í þessum gagnagrunnum. Ef litið er nánar á hlutfallið
milli mögulegra viðskeytapara og raunverulegra með annars vegar
nafnorðsviðskeytum og hins vegar lýsingarorðsviðskeytum þá kem ur
í ljós að í nafnorðsviðskeytum er hlutfallið 3,4% og í lýsing ar orðs við
skeytum rétt rúm 16% eða töluvert hærra en hjá nafnorðs við skeytun
um sem vekur nokkra athygli því möguleikarnir eru umtalsvert fleiri
í nafnorðsviðskeytunum. Staðfestar raðir í gagnagrunnunum þegar
nafnorð og lýsingarorð eru tekin saman eru 36 (19+17), og því er
heildar tengingarhlutfallið 5,5%.
Spurningin sem vaknar hér er af hverju við finnum ekki fleiri við
skeytaraðir í íslenskri orðmyndun og hvort einhver sérstök og sýnileg
tunga_23.indb 95 16.06.2021 17:06:51