Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 47

Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 47
36 Orð og tunga frá fleiri en einni hlið og með mismunandi aðferðum. Tvær ólíkar málbreytur eru teknar sem dæmi, annars vegar beygingarleg tilbrigði í sögninni hafa og hins vegar umfang og einkenni orða af erlendum uppruna. Báðar tengjast þær hræringum í samfélaginu — viðleitni til málstöðlunar og málstýringar, auknum hreyfanleika fólks og vaxandi tengslum við dönsku. Þær eru fyrst og fremst skoðaðar í einkabréfum fimm einstaklinga sem voru tengdir fjölskylduböndum auk þess sem óvenjulega mikið er vitað um bakgrunn þeirra og ævi og tiltölulega mikið efni er tiltækt frá hverjum. Niðurstöður um málnotkun þessa fólks — systkina sem fædd voru upp úr miðri 19. öld — eru síðan eftir atvikum bornar saman við umfangsmeiri gögn, bæði stærra úr­ val einkabréfa og annars konar texta, aðallega formlega texta sem skrifaðir voru til útgáfu. Með samanburðinum er leitast við að skerpa myndina og láta reyna á þær vísbendingar sem niðurstöður í kjarna­ hópnum virðast gefa. Rannsóknin er því öðrum þræði tilraun til að beita mismunandi nálgun og aðferðum á tiltæk gögn í því augnamiði að fá fyllri og raunsannari mynd af viðfangsefninu, annars vegar nærmynd af málnotkun fárra einstaklinga (e. micro study) og hins vegar yfirlitsmynd af málnotkun í stærri og víðari hópi (e. macro study). Miðað við þær kröfur sem eru gerðar í megindlegum rannsóknum í nútímanum geta hóparnir þó í hvorugu tilvikinu talist dæmigerðir fyrir Íslendinga almennt á umræddu tímabili. Efnisskipan í greininni er þannig að í 2. kafla er fjallað stuttlega um einkenni og þróun íslensks samfélags með áherslu á þá ytri þætti sem kynnu að hafa áhrif á mál og málnotkun. Þá er gerð grein fyrir efni og aðferðum rannsóknarinnar í 3. kafla og í 4. kafla eru niðurstöður hennar birtar og fjallað um þær. Síðast fer stutt samantekt og niður­ lagsorð. 2 Mál, saga og samfélag Í upphafi 19. aldar var þjóðin fámenn og fólksfjölgun hæg, samfélags­ gerðin einföld og hafði lengi verið í föstum skorðum. Ísland var nánast hreinræktað bændasamfélag og samkvæmt Magnúsi Stephensen (1820) hvíldi það á þremur stéttum: veraldlegum embættismönnum, em bætt is mönnum kirkjunnar og bændum. Hann gerði m.ö.o. ráð fyrir því að allir sem ekki höfðu embætti tilheyrðu bændastéttinni, óháð fjárhagslegri og félagslegri stöðu að öðru leyti — auðugir sjálfs­ eign ar bændur jafnt sem fátækir leiguliðar og vinnufólk og jafnvel tunga_23.indb 36 16.06.2021 17:06:48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.