Orð og tunga - 2021, Page 47
36 Orð og tunga
frá fleiri en einni hlið og með mismunandi aðferðum. Tvær ólíkar
málbreytur eru teknar sem dæmi, annars vegar beygingarleg tilbrigði
í sögninni hafa og hins vegar umfang og einkenni orða af erlendum
uppruna. Báðar tengjast þær hræringum í samfélaginu — viðleitni til
málstöðlunar og málstýringar, auknum hreyfanleika fólks og vaxandi
tengslum við dönsku. Þær eru fyrst og fremst skoðaðar í einkabréfum
fimm einstaklinga sem voru tengdir fjölskylduböndum auk þess sem
óvenjulega mikið er vitað um bakgrunn þeirra og ævi og tiltölulega
mikið efni er tiltækt frá hverjum. Niðurstöður um málnotkun þessa
fólks — systkina sem fædd voru upp úr miðri 19. öld — eru síðan
eftir atvikum bornar saman við umfangsmeiri gögn, bæði stærra úr
val einkabréfa og annars konar texta, aðallega formlega texta sem
skrifaðir voru til útgáfu. Með samanburðinum er leitast við að skerpa
myndina og láta reyna á þær vísbendingar sem niðurstöður í kjarna
hópnum virðast gefa. Rannsóknin er því öðrum þræði tilraun til að
beita mismunandi nálgun og aðferðum á tiltæk gögn í því augnamiði
að fá fyllri og raunsannari mynd af viðfangsefninu, annars vegar
nærmynd af málnotkun fárra einstaklinga (e. micro study) og hins
vegar yfirlitsmynd af málnotkun í stærri og víðari hópi (e. macro study).
Miðað við þær kröfur sem eru gerðar í megindlegum rannsóknum í
nútímanum geta hóparnir þó í hvorugu tilvikinu talist dæmigerðir
fyrir Íslendinga almennt á umræddu tímabili.
Efnisskipan í greininni er þannig að í 2. kafla er fjallað stuttlega um
einkenni og þróun íslensks samfélags með áherslu á þá ytri þætti sem
kynnu að hafa áhrif á mál og málnotkun. Þá er gerð grein fyrir efni
og aðferðum rannsóknarinnar í 3. kafla og í 4. kafla eru niðurstöður
hennar birtar og fjallað um þær. Síðast fer stutt samantekt og niður
lagsorð.
2 Mál, saga og samfélag
Í upphafi 19. aldar var þjóðin fámenn og fólksfjölgun hæg, samfélags
gerðin einföld og hafði lengi verið í föstum skorðum. Ísland var nánast
hreinræktað bændasamfélag og samkvæmt Magnúsi Stephensen
(1820) hvíldi það á þremur stéttum: veraldlegum embættismönnum,
em bætt is mönnum kirkjunnar og bændum. Hann gerði m.ö.o. ráð
fyrir því að allir sem ekki höfðu embætti tilheyrðu bændastéttinni,
óháð fjárhagslegri og félagslegri stöðu að öðru leyti — auðugir sjálfs
eign ar bændur jafnt sem fátækir leiguliðar og vinnufólk og jafnvel
tunga_23.indb 36 16.06.2021 17:06:48