Orð og tunga - 2021, Page 90
Þorsteinn G. Indriðason: Viðskeytaraðir í íslensku 79
lýsingarorðinu guðlegur, þannig að valhamla viðskeytisins er brotin
og dæmið því ótækt.
3.5 Opin og lokuð viðskeyti
Lokuð viðskeyti eru viðskeyti sem ekki leyfa að önnur viðskeyti
tengist utan á þau (sbr. t.d. Aronoff og Fuhrhop 2002). Viðskeyti
eins og ald er dæmi um þetta. Viðskeytið tengist yfirleitt nafnorði
og myndar nafnorð, sbr. hrúgald og hafald en engin dæmi fundust
um viðskeyti sem tengdist því, sbr. líklegar raðir eins og aldskapur
eða aldsemi. Annað dæmi um lokað viðskeyti er óttur sem myndar
lýsingarorð. Viðskeytið tengist grunnorðum sem eru eitt atkvæði,
sbr. hæðóttur, sköllóttur, bröndóttur, kringlóttur, kollóttur og hnöttóttur
en getur ekki bætt við sig viðskeytum. Opin viðskeyti leyfa hins
vegar slíka tengingu við önnur viðskeyti, sbr. viðskeyti eins og
dómur í guðdómlegur (sjá umfjöllun um þetta hjá Aronoff og Fuhrhop
2002:466–468).
3.6 Merking virðist skipta máli
Eins og áður hefur komið fram verður í greininni lögð áhersla á að
kanna formlegar valhömlur við myndun viðskeytaraða (m.a. orð
flokka, grunnorð, atkvæðagerð og tegund viðskeyta) og ekki hugað
að áhrifum merkingar enda er það efni í aðra rannsókn. Þó ekki
verði fjallað um merkingu hér er rétt að minnast á það að merk ing
virðist hafa sitt að segja við að takmarka viðskeytaraðir þó óljóst
sé í hvaða mæli það gerist og hvernig samspili merkingar og ofan
greindra formlegra skilyrða er háttað. Hægt er að ímynda sér að í
tilvikum þar sem formlegar hömlur tveggja viðskeyta passi saman
en viðskeytaröðin sé samt sem áður ótæk, geti verið um að ræða
merkingarlegar hömlur á viðskeytingunni. Eins og fram kemur síðar
í grein inni þá passa mörg viðskeytapör saman formlega en finnast
samt ekki í þeim gagnagrunnum sem leitað var í. Gunnlaugur Ing
ólfs son (1979) skoðaði sérstaklega merkingarlegar hindranir þegar
við skeytaparið uglegur átti í hlut. Gunnlaugur komst að því að legur
tengdist einungis lýsingarorðum með ugur ef lýsingarorðin voru
ákveðinnar merkingar. Viðskeytið gat sem sagt aðeins tengst lýs
ing ar orðum sem merktu ‚eðli‘ eða ‚ástand‘ en ekki þeim sem höfðu
merkinguna ‘ataður einhverju’. Þannig er orðmyndun eins og önug-
legur í lagi en *öskuglegur ekki (sjá Gunnlaug Ingólfsson 1979:46–47).
tunga_23.indb 79 16.06.2021 17:06:50