Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 36
Ari Páll Kristinsson: Innri breytileiki og málsnið 25
hvað varðar tíðni sagna í persónuháttum á vissan hátt eins og að bera
saman epli og appelsínur. Þetta er þó lýsandi fyrir eðlismuninn á
tegundunum. Segðir Gísla Marteins í sjónvarpssamtölunum skiptast
þannig að um 58% þeirra innihalda sagnir í persónuhætti en um 42%
gera það ekki; sjá Töflu 2. Sé þetta borið saman við tístin (og leiðrétt
fyrir stærð gagnasafnanna) sést, eins og við mátti búast, að hlutfall
segða án sagna í persónuhætti er miklu hærra í máli Gísla Marteins í
samtölunum heldur en tístum hans (p<.00001).
Þá má nefna að í samtölunum eru segðir Gísla Marteins að meðaltali
nærfellt helmingi styttri en í samanburðartextunum, í orðum talið (þ.e.
fjöldi segða í hlutfalli við lesmálsorð í heild) eða um 4 orð að jafnaði. Í
vefpistlunum er meðallengd segða 7,8 orð og í tístunum 7,3 orð.
Þessi formseinkenni undirstrika að Gísli Marteinn heldur ekki
langar ræður eða tranar sér fram í samtölunum; stuttar segðir endur
spegla mikla endurgjöf og aðra samtalstækni sem hann beitir til að
halda viðmælendunum við efnið og sýna orðum þeirra áhuga.
Loks einkennast sjónvarpssamtölin að nokkru leyti af orðavali sem
væntanlega teldist fremur talmálslegt – nostalgíukast, æðislegt.
Hið síðastnefnda minnir raunar á orðaforðann sem Gísli Marteinn
bregður stundum fyrir sig í tístum, sbr. umræðu í 3.1. Þó vekur hér
athygli að í sjónvarpssamtölunum sneiðir hann jafnan hjá framand
orðum, lítt aðlöguðum. Að því leyti til minnir orðavalið í samtölunum
fremur á vefpistla hans. Vera má að þetta skýrist af einhvers konar
málvöndunarviðleitni hans eða skýrri meðvitund um að „slettur“ eigi
ekki erindi í málsnið sjónvarpsviðtala á RÚV, sbr. máleyrahugtakið hjá
Höskuldi Þráinssyni (2014, 2016) og þá hlustendamiðun (e. audience
design) sem Bell (1984, 2001) hefur gert grein fyrir eins og rakið var í
2.3.1.
Í sjónvarpsviðtölunum birtist okkur fjölmiðlamaðurinn Gísli
Mart einn sem hefur lag á að finna skemmtilega og áhugaverða við
mæl endur. Gísli Marteinn tranar sér ekki fram í samtölunum tveimur
heldur ýtir glaðlega undir viðmælendurna. Hann notar óspart endur
gjöf og þegar hann skynjar að tímabært sé að færa talið að nýju
umræðuefni eða sjónarhorni gerir hann það. Hann sneiðir hér hjá
umdeildum pólitískum málum, sem eru uppi á borðinu í tístum hans
og vefpistlum, og við sjáum mælandann í hlutverki þess sem heldur
sig til hlés og lætur viðmælendurna fá sviðið.
tunga_23.indb 25 16.06.2021 17:06:47