Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 173
162 Orð og tunga
ritdómar á prenti sem almennt voru mjög jákvæðir (sbr. um fjöll un
Svavars Sigmundssonar 1997). Orðabókin vakti athygli fyrir ná
kvæmni og vísindaleg vinnubrögð en þörfin fyrir slíka bók var orðin
mjög brýn. Í tilefni af sjötugsafmæli Sigfúsar Blöndal skrifaði Jón
Helgason (1944:130) í Frón, tímarit stúdenta í Kaupmannahöfn: „Sá
einn sem man hvílík vandræði einatt steðjuðu að hverjum þeim er á
einhvern hátt vildi glöggva sig á íslenzku máli áður en þessi orðabók
var til, getur skilið til fulls hvílíkum aldahvörfum hún olli.“
Efni orðabókarinnar var endurómur af íslensku málsamfélagi. Við
samningu bókarinnar lögðu höfundarnir áherslu á að orðtaka ýmis
rit sem höfðu að geyma fjölbreyttan orðaforða, þeir öfluðu sér orða
úr 50 landshlutum (orðin eru m.a. merkt Dýrafirði, Hornströndum
og Mosfellssveit) og skráðu orðfæri íbúanna. Eitt af einkennum orða
bókarinnar er mikill fjöldi notkunardæma, oft raunsönn dæmi úr
text um (með heimild) en ekki þó alltaf (sjá umfjöllun Jóns Hilmars
Jónssonar (1997) um dæmin í Blöndalsorðabók). Sýnishorn af notkun
ar dæmi með heimildavísun er í flettunni spor: „Geirmundur lærði fljót-
lega „sporið“ (ÞGj. Uf. 28)“, þar sem vísað er í skáldsöguna Upp við
fossa eftir Þorgils Gjallanda; og dæmi án heimildavísunar er t.d. í klór
(merking 2): „fyrirgefðu þetta k.“.
Á meðal uppflettiorðanna má finna fjölda nýyrða jafnt sem erlend
tökuorð en hvort tveggja er merkt sérstaklega. Dæmi um nýyrði er ál
(d. aluminium), flygill (d. flygel), rennireið (d. hurtigløbende vogn),
rafþráður (d. elektrisk telegraf) og gervörn (d. aseptik). Orð sem eru
merkt erlent tökuorð eru t.d. sjókólaði (d. chokolade), rukkari (d.
pengeopkræver), rullupylsa (d. rullepölse) og sofi, sófi (d. sofa).
Það má því segja að í þessari orðabók sé fólginn mikill fjársjóður
um íslenskt mál og málnotkun síns tíma. Orðabókin er jafnframt
einstök heimild um frjóa nýyrðasmíð í landinu og um sýn Sigfúsar
og samverkamanna hans á tungumálið, hún ber vott um almennt
umburðarlyndi þeirra og ekki er þar að finna fordæmandi viðhorf
gagnvart ákveðnum orðum eða orðfæri.
Þess má geta að tímaritið Orð og tunga, 3. árgangur 1997, var helg
að Íslensk-danskri orðabók og birtust þar 11 greinar sem fjalla um orða
bókina frá ýmsum hliðum.
tunga_23.indb 162 16.06.2021 17:06:53