Orð og tunga - 2021, Side 59

Orð og tunga - 2021, Side 59
48 Orð og tunga aðgreindum eftir viðtakanda. Alls var því unnið með sjö skjöl fyrir hvora málbreytu (sbr. Töflu 1), óviðkomandi dæmi voru grisjuð frá og þau sem eftir stóðu skoðuð og greind bæði megindlega og eigindlega. Gögnin eru of takmörkuð til að standa undir tölfræðilega marktækum niðurstöðum, sérstaklega þegar búið er að greina þau í sundur eftir bréfriturum, viðtakendum og jafnvel ritunartíma. Af þeim sökum var ekki farið út í flókna tölfræðilega útreikninga. Niðurstöðurnar eru birtar sem rauntölur um dæmafjölda og einnig sem einfaldar hlutfallstölur til að draga fram meginlínur í gögnunum og auðvelda samanburð. Þær verður að líta á sem vísbendingar um líkindi eða innbyrðis mun milli bréfa eða bréfritara og fara mjög gætilega í að draga almennar ályktanir af þeim. Sögnin hafa er algeng í textunum og dæmi um nútíðarmyndir hennar í eintölu framsöguhætti því nægilega mörg til að gefa hugmynd um hvort og þá hvaða tilbrigði koma fram í skrifum bréfritaranna. Farið er með tilbrigðin sem breytur, ýmist einstakar beygingarmyndir (hef : hefi í 1. p. og hefur : hefir í 2./3. p.) eða munstrin í heild (hef/hefur : hefi/hefir). Dreifingin er sýnd með hlutfallslegri tíðni afbrigðanna. Það þýðir að ef fundist hafa tíu dæmi um 1. persónu sagnarinnar í bréfum tiltekins bréfritara og þrjú þeirra eru um myndina hefi þá er hlutfallsleg tíðni hennar í þeim 30%. Hitt atriðið sem skoðað var, notkun orða af erlendum uppruna og umfang þeirra í bréfunum, verður að nálgast með öðrum hætti eins og áður segir (sbr. 3.3.2). Hér er farin sú leið að meta umfang þeirra í heild með því að reikna út hversu stór hluti dæmi um slík orð er af heildarfjölda lesmálsorða í bréfunum. Þessi aðferð á sér fyrirmyndir í eldri rannsóknum á umfangi aðkomuorða (Selback og Sandøy (ritstj.) 2007:22−23, Ásta Svavarsdóttir 2017:60−67) og hún dugir vel við samanburð milli bréfritara. Það var ekki vandalaust að afmarka orðin og þótt leitast hafi verið við að fylgja ákveðnum viðmiðum, t.d. um aldur orðanna í íslensku og formleg einkenni þeirra, var valið samt talsvert huglægt. Reynt var að gæta innra samræmis og það ætti því ekki að hafa áhrif á heildarmyndina þótt einstök tilvik kynnu að vera umdeilanleg. Eitt álitamál er vert að nefna sérstaklega: Erlend heiti af ýmsu tagi (mannanöfn, staðarnöfn, bókartitlar o.fl.) koma oft fyrir í bréfunum og þau voru afmörkuð og talin eins og önnur orð af erlendum uppruna. Þeim var hins vegar sleppt í niðurstöðunum sem birtar eru hér á eftir til samræmis við það sem gert hefur verið í fyrri rannsóknum (Ásta Svavarsdóttir 2017) svo þær yrðu samanburðarhæfar við niðurstöður þeirra. Við mat á aldri orða eða tunga_23.indb 48 16.06.2021 17:06:48
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.