Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 125
114 Orð og tunga
Meðan Hagfræðiorðasafn var í undirbúningi hjá Íslenskri málnefnd
komu út viðskiptaorðabækur eftir Terry G. Lacy og Þóri Einarsson.
Fyrsta orðabókin, Ensk-íslensk viðskiptaorðabók, kom út 1982 með orða
forða af helstu sviðum viðskipta og bætti hún úr brýnni þörf (Lacy
og Þórir Einarsson 1982). Þar mátti t.d. finna orð í sambandi við inn
flutning og útflutning, kaup og sölu, banka og tryggingarstarfsemi,
vöruflutninga, reikningshald, samskipti vinnumarkaðsaðila og
stjórn un fyrirtækja. Sjö árum síðar eða 1989 gáfu sömu höfundar
út Íslensk-enska viðskiptaorðabók með orðaforða úr helstu sviðum al
mennra viðskipta. Höfundarnir hafa síðar gefið út orðabækurnar
endurskoðaðar og mikið auknar. Nýjasta útgáfan kom út 2018 og er
það Íslensk-ensk viðskiptaorðabók með 17.500 uppflettiorðum.
Hugtakasafn Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins2 geymir
mörg fjármálaíðorð og kemur mörgum að notum við að finna íslensk
íðorð. Í starfi Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins hefur orðið
til gríðarmikið safn hugtaka á sviði laga og stjórnsýslu. Sem dæmi
má nefna að nú eru skráð 3.291 hugtök á sviði fjármála, 749 hugtök
á sviði efnahagsmála, 3.968 hugtök á sviði hagskýrslugerðar, 1.438
hugtök á sviði opinberra innkaupa.3
Orðaskrá með 815 hugtökum úr hagrannsóknum kom út 2003.
Björn Arnar Hauksson (2003) tók orðaskrána saman með tölfræði og
hagrannsóknarnemendur í huga og er hún birt á vefsíðu Ökonomiu,
Félags hagfræðinema við Háskóla Íslands.4 Orðaskráin er einnig birt
í Íðorðabankanum (idord.arnastofnun.is) ásamt fjölmörgum öðrum
íðorðasöfnum og þar á meðal Hagfræðiorðasafninu sem áður hefur
verið nefnt.
Af framangreindu má vera ljóst að talsvert hefur verið gert til
að gera orðaforða fjármála aðgengilegan en það er mjög mikilvægt
fyrir sérfræðilega orðræðu. Ekkert af þeim orðasöfnum, sem hér eru
nefnd, hafa verið unnin á grundvelli íðorðafræði (termínólógíu) þar
sem hugtakið sjálft og skilgreining þess er kjarninn í íðorðavinnunni.
Í hefðbundnum orðabókum er hins vegar gengið út frá íðorðinu
sjálfu. Samkvæmt verklagi íðorðafræðinnar eru könnuð vensl milli
hugtakanna, þ.e. hvernig þau tengjast hvert öðru og mynda heildir,
og þeim raðað upp í hugtakakerfi sem byggjast á venslum þeirra.
Skilgreiningin er síðan samin á þann veg að greina megi hugtakið frá
2 Hugtakasafnið er aðgengilegt á vefnum (https://hugtakasafn.utn.stjr.is/).
3 Tölurnar eru frá september 2020.
4 https://notendur.hi.is/okonomia/Skjol/GlosurOfl/Ordaskra/HagrOrd0.2.pdf (sótt í
ágúst 2020).
tunga_23.indb 114 16.06.2021 17:06:51