Orð og tunga - 2021, Page 23
12 Orð og tunga
hæfileikinn til að skipta um eða aðlaga málsniðið (m.ö.o.: mál notkun
arhæfnin) sé eitt mikilvægasta einkennið á málnotkun fólks.
Hvað varðar skýringar fræðimanna á því hvernig og hvers vegna
einstakir málnotendur bregða fyrir sig mismunandi málsniðum má
segja að skýringanna hafi aðallega verið leitað með tvenns konar mis
munandi nálgun og er það í samræmi við þær mismunandi rann
sóknaráherslur og útfærslur á málsniðshugtakinu sem ræddar voru
hér á undan.
Framan af var mest lagt upp úr þeirri hugmynd að málhegðun
fólks geti verið mikið til fyrirsjáanleg í ljósi ytri aðstæðna hverju sinni,
þ.e. að val á máleinkennum/málsniði væri í raun og veru háð ýmsum
hömlum sem ríkjandi viðmið um viðkomandi samskiptaaðstæður
setja málnotendum. Nærtækast er að benda á frumkvöðulinn Labov
(1972, sbr. einnig 2001) sem fulltrúa þessarar meginhugmyndar en
margir aðrir hafa í grunninn svipaðan útgangspunkt, t.a.m. Finegan
og Biber (1994, 2001), Biber (1995) o.fl. Á seinni árum hefur verið
horft frekar á sjálfan málnotandann í hverju tilviki og hvað geti búið
að baki breytileika í málnotkun hans annað en beinar ytri skorður
sem aðstæður setja og viðteknar hefðir samfélagsins. Þetta á við um
málnotkun almennt en einnig í sambandi við rannsóknir á málfari í
talmiðlum sérstaklega (Androutsopoulos 2017:240).
Labov (1972) setti fram eins konar kvarða – hversdagslegt samtal,
formlegt samtal, upplestur á a. samfelldum texta, b. orðalista, c.
lágmarkspörum – þar sem málsnið væri talið breytast kerfisbundið
í takt við málaðstæðurnar. Hann gengur út frá því að fólk veiti
málnotkuninni mismikla athygli (e. attention to speech, 1972:99, 208)
eftir því hvar málaðstæðurnar standa í hverju tilfelli miðað við þennan
kvarða. Enda þótt Labov segi seinna (2001:87) að kvarðinn hafi fyrst
og fremst verið hugsaður sem greiningartæki handa félagsmálfræð
ing um til að skrá breytileika í viðtölum við málnotendur hefur hann
þó verið nýttur til að útskýra vissa megindrætti í því hvernig fólk
skiptir milli málsniða.
Í hugmyndum Finegans og Bibers (1994, 2001) um breytileg mál
snið er miðað við að þau ráðist af því hvaða samskiptahömlur (e.
communicative constraints) fylgi þeim málaðstæðum sem um ræðir
hverju sinni (1994:339 o.v.). Líkani þeirra er ætlað að skýra málsnið
út frá því hve mikið viðkomandi texti væri undirbúinn (e. planning),
tilgangi hans (e. purpose) og loks hvort og þá hve mikið megi ætla að
þeir sem taka þátt í samtali skilji samhengið með sama hætti (e. shared
context, 2001:244–251).
tunga_23.indb 12 16.06.2021 17:06:47