Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 81
70 Orð og tunga
að þessi 50 viðskeyti geti staðið saman, að innbyrðis röð þeirra skipti
ekki máli og að viðskeyti geti ekki tengst sjálfum sér þá ættum við að
finna a.m.k. 2450 viðskeytaraðir í íslensku.3 Staðfestar viðskeytaraðir
eru hins vegar mun færri sem segir okkur að innbyrðis röð viðskeyta
sé ekki frjáls heldur bundin ákveðnum skilyrðum sem hefur verið lýst
sem valhömlum (e. selectional restrictions, sjá t.d. Fabb 1988). Hvaða
viðskeyti geta staðið saman innan orðs og hvaða viðskeyti geta það
ekki og hverjar eru skýringarnar á því? Í þessari grein verður reynt að
finna svör við þessum spurningum og í því skyni voru skoðuð alls 35
viðskeyti og tengingarmöguleikar þeirra við önnur viðskeyti.
Oft getur verið snúið að draga mörkin á milli viðskeyta og ann
arra bundinna liða (sjá t.d. Þorstein G. Indriðason 2016b:6–9). Í grein
inni verður miðað við þá almennu skilgreiningu á viðskeyti að það
sé orðhluti sem skeytist við grunnorð af ákveðnum orðflokki og að
viðskeytingin myndi nýtt orð með nýja merkingu og af nýjum orð
flokki, sbr. hanna (so.) en hönnun (no.) (sjá t.d. Guðrúnu Kvaran
(2005:96). Það er þó ekki alltaf svo að nýja orðið sé af öðrum orðflokki
en grunnorðið, sbr. strákur (no.) og stráklingur (no.).
Ýmsir þættir stjórna viðskeytaröðinni en rýmisins vegna verður
hér aðallega hugað að þeim formlegu. Sum viðskeyti geta t.d. nær
ein ungis tengst grunnorðum af ákveðnum orðflokki, sbr. erni sem
yfir leitt tengist bara nafnorðum.4 Önnur viðskeyti geta ekki tengst
grunn orðum sem sjálf eru viðskeytt. Dæmi um þetta er viðskeytið
látur, sbr. *góðleglátur, en viðskeytið getur tengst grunnorðum
sem eru eitt atkvæði, sbr. þrálátur, ranglátur og kyrrlátur og jafnvel
tvö atkvæði, sbr. steigurlátur, þannig að eðli grunnorðsins skiptir
máli hér.5 Við skeytið er hins vegar opið fyrir frekari orðmyndun
og getur bætt við sig viðskeytum, sbr. þrálátlega og kyrrlátlega.
Önnur viðskeyti, eins og t.d. naður, geta aftur á móti ekki bætt við
sig viðskeytum án þess að til komi eignarfallsending á milli þess
og seinna viðskeytisins, sbr. hernað-ar(ef.et.)-legur. Annað slíkt
viðskeyti er lingur. Það getur opnað fyrir nýja orðmyndun með
því að bæta við sig eignarfallsendingu, sbr. fáráð-ling-s(ef.et.)-háttur.
3 Það er 50 viðskeyti í öðru veldi (2500) að frádregnum 50 viðskeytum þar sem
viðskeyti tengjast yfirleitt ekki sjálfum sér (sjá Fabb 1988:528). Hér er horft fram
hjá því til bráðabirgða að fáeinar raðir með þremur viðskeytum eru til í íslensku.
4 Undantekning frá þessu er víðerni þar sem grunnorðið er lýsingarorðið víður.
5 Hér spyr ritrýnir hvort ástæðan geti ekki verið sú að legur þurfi alltaf að koma
aftast en það sem mælir gegn slíku eru dæmi eins og frjálslegheit, frábærlegheit og
gáfulegheit.
tunga_23.indb 70 16.06.2021 17:06:49