Orð og tunga - 2021, Page 81

Orð og tunga - 2021, Page 81
70 Orð og tunga að þessi 50 viðskeyti geti staðið saman, að innbyrðis röð þeirra skipti ekki máli og að viðskeyti geti ekki tengst sjálfum sér þá ættum við að finna a.m.k. 2450 viðskeytaraðir í íslensku.3 Staðfestar viðskeytaraðir eru hins vegar mun færri sem segir okkur að innbyrðis röð viðskeyta sé ekki frjáls heldur bundin ákveðnum skilyrðum sem hefur verið lýst sem valhömlum (e. selectional restrictions, sjá t.d. Fabb 1988). Hvaða viðskeyti geta staðið saman innan orðs og hvaða viðskeyti geta það ekki og hverjar eru skýringarnar á því? Í þessari grein verður reynt að finna svör við þessum spurningum og í því skyni voru skoðuð alls 35 viðskeyti og tengingarmöguleikar þeirra við önnur viðskeyti. Oft getur verið snúið að draga mörkin á milli viðskeyta og ann­ arra bundinna liða (sjá t.d. Þorstein G. Indriðason 2016b:6–9). Í grein­ inni verður miðað við þá almennu skilgreiningu á viðskeyti að það sé orðhluti sem skeytist við grunnorð af ákveðnum orðflokki og að viðskeytingin myndi nýtt orð með nýja merkingu og af nýjum orð­ flokki, sbr. hanna (so.) en hönnun (no.) (sjá t.d. Guðrúnu Kvaran (2005:96). Það er þó ekki alltaf svo að nýja orðið sé af öðrum orðflokki en grunnorðið, sbr. strákur (no.) og stráklingur (no.). Ýmsir þættir stjórna viðskeytaröðinni en rýmisins vegna verður hér aðallega hugað að þeim formlegu. Sum viðskeyti geta t.d. nær ein ungis tengst grunnorðum af ákveðnum orðflokki, sbr. ­erni sem yfir leitt tengist bara nafnorðum.4 Önnur viðskeyti geta ekki tengst grunn orðum sem sjálf eru viðskeytt. Dæmi um þetta er viðskeytið ­látur, sbr. *góðleglátur, en viðskeytið getur tengst grunnorðum sem eru eitt atkvæði, sbr. þrálátur, ranglátur og kyrrlátur og jafnvel tvö atkvæði, sbr. steigurlátur, þannig að eðli grunnorðsins skiptir máli hér.5 Við skeytið er hins vegar opið fyrir frekari orðmyndun og getur bætt við sig viðskeytum, sbr. þrálátlega og kyrrlátlega. Önnur viðskeyti, eins og t.d. ­naður, geta aftur á móti ekki bætt við sig viðskeytum án þess að til komi eignarfallsending á milli þess og seinna viðskeytisins, sbr. hernað-ar(ef.et.)-legur. Annað slíkt viðskeyti er ­lingur. Það getur opnað fyrir nýja orðmyndun með því að bæta við sig eignarfallsendingu, sbr. fáráð-ling-s(ef.et.)-háttur. 3 Það er 50 viðskeyti í öðru veldi (2500) að frádregnum 50 viðskeytum þar sem viðskeyti tengjast yfirleitt ekki sjálfum sér (sjá Fabb 1988:528). Hér er horft fram hjá því til bráðabirgða að fáeinar raðir með þremur viðskeytum eru til í íslensku. 4 Undantekning frá þessu er víðerni þar sem grunnorðið er lýsingarorðið víður. 5 Hér spyr ritrýnir hvort ástæðan geti ekki verið sú að ­legur þurfi alltaf að koma aftast en það sem mælir gegn slíku eru dæmi eins og frjálslegheit, frábærlegheit og gáfulegheit. tunga_23.indb 70 16.06.2021 17:06:49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.