Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 84
Þorsteinn G. Indriðason: Viðskeytaraðir í íslensku 73
að á ákveðin lög í orðasafninu og í þessum lögum virkuðu hljóð
kerfisreglur. Mest var virknin innan beygingar og afleiðslu en minnst
innan samsetningarinnar. Hljóðkerfisfræðin byggði þannig á ákveðnu
samspili orðasafnsins og virkni hljóðkerfisreglna og þessi virkni var
tengd við tegundir orðhlutafræðinnar.
Til þess að skýra nánar þetta samspil orðasafnsins og hljóðkerfis
reglna má taka dæmi um virkni lokhljóðunar í íslensku. Reglan lok
hljóð ar önghljóð annars vegar á undan n og hins vegar á undan l.
Reglan virkar á mismunandi hátt á skilum rótar og tveggja við skeyta.
Hún virkar yfir skilin milli rótar og viðskeytisins naður, sbr. dug-
naður [d̥ʏg̊naðør], af dugur [d̥ʏ:ɣør] en ekki yfir skilin milli rótar og
viðskeytisins legur, sbr. dug-legur [d̥ʏɣlɛɣør]. Þessi mis munandi
virkni reglunnar bendir til þess að viðskeytin naður og legur eigi
heima í tveimur aðskildum lögum í orðasafninu í skilningi orð hluta
hljóðkerfisfræðinnar, annars vegar í orðasafnslagi þar sem reglan er
staðsett (naður) og hins vegar í orðasafnslagi þar sem reglan er ekki
fyrir hendi (legur).
Samkvæmt þessu var viðskeytum skipt í tvo flokka eftir því hvort
þau yllu hljóðbreytingum á grunnorðinu eða ekki. Viðskeyti sem
ollu hljóðbreytingum voru flokkuð sem viðskeyti I, sbr. naður hér á
undan, á meðan viðskeyti sem ekki ollu hljóðbreytingum í rót voru
flokkuð sem viðskeyti II, sbr. legur. Orðhlutahljóðkerfisfræðin spáði
því að viðskeyti I kæmu alltaf innan við viðskeyti II í viðskeytaröð
og lagskiptingin átti að endurspegla þá röð. Þessi sundurgreining
viðskeyta gekk ágætlega upp í ensku og íslensku og reyndar fleiri
málum (sjá t.d. Kiparsky 1982, 1984, Þorstein G. Indriðason 1994 og
Kristoffersen 2000). Þannig var hægt að skipta íslenskum viðskeytum
í tvo flokka eftir hljóðkerfislegum áhrifum þeirra á grunnorðið og það
var yfirleitt þannig að viðskeyti I komu innan við viðskeyti II þegar
þau stóðu saman innan orðs. Það sem lá hins vegar ekki ljóst fyrir var
hvað stjórnaði innbyrðis röð viðskeyta innan orðs ef viðskeytin voru
af sama flokki (sjá Fabb 1998). Lagskiptingin sagði einungis til um
röðina ef viðskeytin hefðu mismunandi áhrif á hljóðafar grunnorðsins
en ekkert var sagt um röðina þegar tvö viðskeyti, sem hefðu sömu
hljóðafarslegu áhrifin á grunnorðið, stæðu saman. Því var einungis
haldið fram að tvö viðskeyti af sama flokki ættu að geta staðið saman
innan orðs, sbr. (3) um leyfilegar og óleyfilegar viðskeytaraðir:
tunga_23.indb 73 16.06.2021 17:06:49