Orð og tunga - 2021, Page 84

Orð og tunga - 2021, Page 84
Þorsteinn G. Indriðason: Viðskeytaraðir í íslensku 73 að á ákveðin lög í orðasafninu og í þessum lögum virkuðu hljóð­ kerfisreglur. Mest var virknin innan beygingar og afleiðslu en minnst innan samsetningarinnar. Hljóðkerfisfræðin byggði þannig á ákveðnu samspili orðasafnsins og virkni hljóðkerfisreglna og þessi virkni var tengd við tegundir orðhlutafræðinnar. Til þess að skýra nánar þetta samspil orðasafnsins og hljóðkerfis­ reglna má taka dæmi um virkni lokhljóðunar í íslensku. Reglan lok­ hljóð ar önghljóð annars vegar á undan n og hins vegar á undan l. Reglan virkar á mismunandi hátt á skilum rótar og tveggja við skeyta. Hún virkar yfir skilin milli rótar og viðskeytisins ­naður, sbr. dug- naður [d̥ʏg̊naðør], af dugur [d̥ʏ:ɣør] en ekki yfir skilin milli rótar og viðskeytisins ­legur, sbr. dug-legur [d̥ʏɣlɛɣør]. Þessi mis munandi virkni reglunnar bendir til þess að viðskeytin ­naður og ­legur eigi heima í tveimur aðskildum lögum í orðasafninu í skilningi orð hluta­ hljóðkerfisfræðinnar, annars vegar í orðasafnslagi þar sem reglan er staðsett (­naður) og hins vegar í orðasafnslagi þar sem reglan er ekki fyrir hendi (­legur). Samkvæmt þessu var viðskeytum skipt í tvo flokka eftir því hvort þau yllu hljóðbreytingum á grunnorðinu eða ekki. Viðskeyti sem ollu hljóðbreytingum voru flokkuð sem viðskeyti I, sbr. ­naður hér á undan, á meðan viðskeyti sem ekki ollu hljóðbreytingum í rót voru flokkuð sem viðskeyti II, sbr. ­legur. Orðhlutahljóðkerfisfræðin spáði því að viðskeyti I kæmu alltaf innan við viðskeyti II í viðskeytaröð og lagskiptingin átti að endurspegla þá röð. Þessi sundurgreining viðskeyta gekk ágætlega upp í ensku og íslensku og reyndar fleiri málum (sjá t.d. Kiparsky 1982, 1984, Þorstein G. Indriðason 1994 og Kristoffersen 2000). Þannig var hægt að skipta íslenskum viðskeytum í tvo flokka eftir hljóðkerfislegum áhrifum þeirra á grunnorðið og það var yfirleitt þannig að viðskeyti I komu innan við viðskeyti II þegar þau stóðu saman innan orðs. Það sem lá hins vegar ekki ljóst fyrir var hvað stjórnaði innbyrðis röð viðskeyta innan orðs ef viðskeytin voru af sama flokki (sjá Fabb 1998). Lagskiptingin sagði einungis til um röðina ef viðskeytin hefðu mismunandi áhrif á hljóðafar grunnorðsins en ekkert var sagt um röðina þegar tvö viðskeyti, sem hefðu sömu hljóðafarslegu áhrifin á grunnorðið, stæðu saman. Því var einungis haldið fram að tvö viðskeyti af sama flokki ættu að geta staðið saman innan orðs, sbr. (3) um leyfilegar og óleyfilegar viðskeytaraðir: tunga_23.indb 73 16.06.2021 17:06:49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.