Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 35
24 Orð og tunga
(t.d. hérna), sbr. (31). Áður hefur verið sýnt fram á að í íslensku fer hik
og endurtekningar einmitt gjarna saman í talmiðlum þegar talað er
án handrits (Ari Páll Kristinsson 2009:144, sbr. einnig það sem Þóra
Björk Hjartardóttir 2020:9 segir um „tafs“ og hik í þeim samtölum
sem hún greinir).
Finna má dæmi um háttaryrði (e. modal particles) sem hafa það
hlutverk að gefa til kynna afstöðu málnotanda til þeirra upplýsinga
sem felast í orðum hans. Dæmi er (34).
(34) Já þetta er bara mjög fallegt.
Smáyrðið bara setur hér fullyrðinguna þetta er mjög fallegt í ákveðið
ljós. Slíkt hefur verið talið meðal dæmigerðra einkenna talmáls (sjá
t.d. Ara Pál Kristinsson 2009:138–145 og Þórunni Blöndal 2005a:26).
Gísli Marteinn notar heyrðu (sjö dæmi), bíddu (þrjú dæmi) og en
hérna (eitt dæmi) sem tengiyrði en það heiti má nota um segðir á
lotuskiptum sem marka inngang að nýju umræðuefni, boða að komið
er með nýtt sjónarhorn á fyrra umræðuefni og beina samtalinu inn á
aðra braut (Ari Páll Kristinsson 2009:141–143).
Dæmi eru um eitthvað með hvorugkynsnafnorði (eitthvað nostalgíu-
kast, eitthvað barnagjald, eitthvað fiskabúr) þar sem hefðbundnar leið
beiningar um vandað íslenskt ritmál mæla með eitthvert. Því miður
kom breytan eitthvað/eitthvert með hk.no. ekki fyrir í efniviðnum úr
samanburðartextategundunum, þannig að ekki er unnt að segja hvort
tilbrigðanna Gísli Marteinn hefði valið í þeim ritunaraðstæðum.
Fyrir koma dæmi um sérstaka orðaröð í samtölunum, t.a.m. eða ertu
að hugsa ekki um neitt þegar þú ert hérna, og um eins konar lagfæringar í
segðarlok eða innskot til að skerpa á því sem vísað er til, t.a.m. Fannst
þér það sorglegt að sjá þetta hverfa svona þennan gamla tíma.
Eins og vænta mátti geyma samtölin afar mörg dæmi t.a.m. um
óloknar setningar ef svo má segja (Varstu ...?) og segðir án geranda/
frumlags og án nokkurs sagnorðs (Mjög gott, Bara handan við hornið,
Beint frá bónda, Nema Laxness).
Fram kom í köflunum um tíst og vefpistla að þar var marktækur
munur milli þeirra textategunda þegar kannað var hve algengt væri
að segðir væru án sagnar í persónuhætti; þessa einkennis varð nánast
ekki vart í vefpistlum en kom hins vegar fram í um 12% allra segða
í tístum. Það liggur í eðli samtala að segðir án sagnar í persónuhætti
eru geysilega algengar t.a.m. vegna endurgjafar o.fl. og samspils mæl
anda og viðmælanda þar sem samtalið er samvinna og gjarna stutt
milli lotuskipta. Þannig er samanburður við rituðu textategundirnar
tunga_23.indb 24 16.06.2021 17:06:47