Orð og tunga - 2021, Page 56

Orð og tunga - 2021, Page 56
Ásta Svavarsdóttir: Málnotkun í fjölskyldubréfum 45 3.3 Málbreytur Í rannsókninni er sjónum beint að sambandinu milli málnotkunar einstaklinga og ytri þátta sem kunna að hafa haft áhrif á hana. Auk einstaklingsbundinna þátta tengjast þessir ytri þættir annars veg ar breytingum í samfélaginu með auknum landfræðilegum og félags­ legum hreyfanleika, ekki síst þéttbýlismyndun og áhrifum henn ar, og hins vegar vaxandi málstöðlun, sérstaklega í ritmáli, og áhrif­ um hennar á málnotkun almennings í daglegu lífi — í þessu tilviki eins og hún endurspeglast í einkabréfum til náinna ættingja. Í syst­ kinahópnum sem hér er í forgrunni má finna andstæður í kyni og menntun og þeim möguleikum sem hún skapar einstaklingunum (bræður andspænis systrum) en einnig í búsetu, bæði andstæðu milli þéttbýlis og dreifbýlis og milli landshluta (alsystkinin andspænis hálfsysturinni) og hugsanleg áhrif af langdvölum eða búsetu erlendis (bræðurnir, einkum Finnur, andspænis systrunum). Málnotkun syst­ kinanna er hér skoðuð út frá tveimur mjög ólíkum málbreytum sem komu báðar við sögu í umræðum um æskilega notkun og þróun málsins og viðleitni til aukinnar málstöðlunar. Önnur þeirra varðar tilbrigði í beygingarmyndum en hin snýr að orðavali og orðanotkun. 3.3.1 Nútíð eintölu af hafa Fyrri breytan felur í sér tilbrigði í nútíð eintölu framsöguhætti sagn­ ar innar hafa þar sem bæði koma fyrir myndirnar (ég) hef, (þú/hann) hefur og (ég) hefi, (þú/hún) hefir. Bæði afbrigðin voru til í fornu máli en hefi og hefir voru þá ríkjandi munstur og myndirnar hef og hefr einkum notaðar í skáldskap. Síðar fór dreifing myndanna að riðlast og gömlu skáldskaparmyndirnar tóku að ryðja sér til rúms í málinu almennt, fyrst í 2. og 3. persónu en síðar líka í 1. persónu. Í nútímamáli eru myndirnar hef og hefur nánast einráðar (sjá nánar Harald Bernharðsson 2017:113 og tilvísanir þar). Í textum frá 19. öld koma allar myndirnar fyrir og rannsóknin beindist að því að skoða nánar notkun þeirra og dreifingu. Í málfræðiritum frá 19. öld eru nútíðarmyndir eintölu ýmist tald­ ar vera hefi, hefir eða hef, hefur, stundum með málsögulegum athuga­ semdum (sjá yfirlit hjá Atla Jóhannssyni 2015:113−118). Rasmus Rask sýnir t.d. beygingardæmið með gömlu tvíkvæðu i­myndunum og notar þær sjálfur en segir jafnframt: „Af hafa säges nu ofta i præs. eg hef, þu, hann hefr“ (Rask 1818:297). Aftur á móti segir Halldór tunga_23.indb 45 16.06.2021 17:06:48
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.