Orð og tunga - 2021, Page 13

Orð og tunga - 2021, Page 13
2 Orð og tunga allskýr munur á nokkrum þáttum í málnotkun hans eftir því sem hann færir sig milli málaðstæðna og textategundanna þriggja. Efniviður í rannsókninni sem sagt er frá hér á eftir er ekki mikill að vöxtum en greining á honum á erindi við lesendur Orðs og tungu vegna þess að ekki er mikið um athuganir á mismunandi málsniðum í íslensku og ef frá eru taldar stílrannsóknir á sviði bókmennta hefur lítið verið hugað að innri breytileika frá þessu sjónarhorni. Þá má benda á að tíst (Twitter) er fremur nýlegur miðill4 sem gefur sérstakt tilefni til að taka einmitt tíst Gísla Marteins með í samanburðinn. Gísli Marteinn Baldursson, f. 1972, hefur gegnt mismunandi hlut­ verkum á ferli sínum, m.a. sem þáttastjórnandi í sjónvarpi, stjórn­ mála maður, álitsgjafi um þjóðmál og áhugamaður um bætt borgar­ líf og betri borgarsamgöngur.5 Athugunin er því á vissan hátt einn ig framlag bæði til rannsókna á málnotkun í fjölmiðlum og í stjórn mál­ um. Gísli Marteinn er ekki síst heppilegt viðfangsefni vegna hins fjölbreytta sniðs sem textar hans bjóða upp á til samanburðar: tíst, vefpistlar og sjónvarpsþáttasamtöl. Textar Gísla Marteins Baldurs­ sonar eru auðveldlega aðgengilegir þar sem þeir hafa verið birtir/ fluttir á opinberum vettvangi. Einnig hentar efniviðurinn vel m.a. vegna þess að textarnir eru í stórum dráttum frá sama tíma í lífi málnotandans og fjalla að hluta til um sömu efni. Safnað var efni, valið af handahófi, sem Gísli Marteinn hefur látið frá sér fara á þrenns konar vettvangi eða miðlum, á árunum 2015–2018. Í heild er textasafnið ekki stórt, liðlega 10 þúsund orð, og skiptist svo: Textategund Tegund miðils Fjöldi orða tíst ritað mál (hámark 280 slög í senn) 4.500 vefpistlar ritað mál 4.500 sjónvarpsspjall samtöl, klippt 1.100 Tafla 1. Tegundir og umfang efniviðar í athugun á textum Gísla Marteins Baldurssonar. 4 Twitter kom fram á sjónarsviðið 2006 en málfræðilegar rannsóknir á tístum á ensku urðu fljótlega mjög fjölskrúðugar, sjá t.a.m. yfirlit hjá Gillen og Merchant (2013). 5 Athuganir á málfari tiltekinna einstaklinga úr opinberu lífi eru vel þekkt og viður­ kennd leið í (félags)málvísindum. Meðal viðfangsefna má nefna stjórn mála menn á borð við Tony Blair (Fairclough 2000, Pearce 2001), Söruh Palin (Purnell, Raimy og Salmons 2009), Ed Milliband (Kirkham og Moore 2016), Helga Hrafn Gunnarsson (Lilja Björk Stefánsdóttir 2016) og Steingrím J. Sigfússon (Lilja Björk Stefánsdóttir og Anton Karl Ingason 2018), sjónvarpsmanninn David Attenborough (McKenzie 2017) og Elísabetu Englandsdrottningu (Harrington 2006). tunga_23.indb 2 16.06.2021 17:06:47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.