Orð og tunga - 2021, Side 28
Ari Páll Kristinsson: Innri breytileiki og málsnið 17
um dæmi sjá t.a.m. Ara Pál Kristinsson (2009:135–153), Elvu Dögg
Mel steð (2004) og Þórunni Blöndal 2005b:684–685). Fram koma í tíst
un um talmálsleg einkenni á borð við framandorð og orðasambönd
úr ensku, sem og upphrópanir, einnig slangurkennt orðaval á köfl
um. Mætti greina málsniðið sem persónulegt og óformlegt (sjá um
þau hugtök Ara Pál Kristinsson 2009:64 o.v., sbr. Biber, Conrad og
Reppen 1998:148 og Þórunni Blöndal 2005a:28–30) og það einkennist
af nálægð (e. involvement, sbr. Chafe 1982, einnig Biber 1988:128; og í
íslensku samhengi sjá Ara Pál Kristinsson 2009:64 o.v.).
Sem dæmi um talmálslegt orðaval má taka annars vegar notkun
aðkomuorða, sem ýmist eru tökuorð (t.a.m. djóka, aktívisti, dass af e-u,
droppa við, peppaður) eða framandorð (Hot take, basic, podcast), og hins
vegar notkun „alíslenskra“ orða og orðasambanda með skýran tal
málslegan og óformlegan blæ (GLÆTAN, sjúkleg mynd, troðið af fólki,
Þessi sjóðheiti ungi maður).
Hvað varðar setningarleg atriði má benda á útvíkkaða notkun á
vera að með nafnhætti (að @HeraHilmar sé bara að bera þessa mynd uppi,
koma miklu betur út en kannanir eru að sýna) en hin víkkaða notkun
á dvalarhorfinu er heldur talmálsmegin í íslensku, a.m.k. enn sem
kom ið er.
Segðir eru ýmist með eða án sagna í persónuháttum. Í (9) er t.d. segð
með þremur setningum, þremur persónubeygðum sögnum. Dæmi um
segðir án sagnar í persónuhætti sjást í (1), (2), (6), (7) og (10)–(14).
Setningar og segðir í efniviðnum, stuttar sem langar og hvort sem
þær bera tilvísunarmerkingu eða ekki, voru taldar saman og greindar
eftir því hvort þær innihalda sögn í persónuhætti eða ekki. Greindur
var u.þ.b. helmingur tístanna (2.200 lesmálsorð), u.þ.b. helmingur
vefpistlanna (2.200 lesmálsorð), og allt sem Gísli Marteinn segir
sjálfur í sjónvarpsþáttunum (um 1.100 lesmálsorð). Sjá Töflu 2.
Textategund (lesmálsorð) Tíst (2.200) Vefpistlar
(2.200)
Sjónvarpsspjall
(1.100)
Segðir og setningar (N)
%
(301)
100%
(282)
100%
(277)
100%
með so. í ph. (N)
%
(265)
88,04%
(281)
99,65%
(162)
58,48%
án so. í ph. (N)
%
(36)
11,96%
(1)
0,35%
(115)
41,52%
Tafla 2. Segðir og setningar, í hluta efniviðarins, greindar eftir því hvort þær hafa að
geyma sagnir í persónuhætti eða ekki.
tunga_23.indb 17 16.06.2021 17:06:47