Orð og tunga - 2021, Side 22

Orð og tunga - 2021, Side 22
Ari Páll Kristinsson: Innri breytileiki og málsnið 11 ásamt dýpri fræðilegri túlkun á þeim empírísku niðurstöðum sem saman burður á formþáttum leiðir í ljós. Í þessu sambandi má nefna sem dæmi rannsókn á því hvernig ungir einstaklingar í efri lögum samfélagsins í alþjóðlega fjármála­ geiranum í Peking beita tilteknum hljóðkerfisþáttum til að skapa sér nýtt heimsborgaralegra málbrigði þannig að annar og nýr fram­ burður greini þá frá málnotkun opinberu starfsmannanna í borginni (Zhang 2005). Þá má einnig nefna rannsókn Podesva (2007) sem dæmi en þar er viðfangsefnið innri breytileiki. Sýnt er hvernig ung­ ur karlmaður, Heath, beitir falsetturödd eða hærri grunntíðni (F0) raddar sinnar kerfisbundið á mismunandi hátt, m.a. eftir því hvort hann er t.d. í grillveislu eða annars staðar, þannig að félagsleg merking máleinkennisins samræmist hlutverkinu (e. persona) sem hann byggir upp og er hluti af sjálfsmynd hans sem samkynhneigðs karlmanns. Sem dæmi um íslenskar rannsóknir sem leggja áherslu á frumvirkni málnotandans þegar niðurstöður eru túlkaðar má nefna áðurnefnda greiningu Lilju Bjarkar Stefánsdóttur og Antons Karls Ingasonar (2018) á stílfærslu í máli Steingríms J. Sigfússonar. Í stuttu máli má segja að rannsóknir á málsniði hafi orðið víðtækari í þeim skilningi að ekki sé látið nægja að skoða málsnið sem tiltekin afmörkuð málform sem tengist tilteknum afmörkuðum aðstæðum, heldur sé undirstrikað hvernig málsnið taki þátt í því með öðrum tákn kerfum sem málnotandinn hrærist í, t.a.m. með fatnaði og fasi, að skapa og sýna sjálfsmynd eða það hlutverk (e. persona) sem ein­ staklingurinn byggir upp (Eckert 2019:4). Athuganir á málsniðum veita sem sé ekki aðeins upplýsingar um hvaða breytileiki kemur til greina í tilteknu tungumáli og í tilteknu samhengi heldur líka hvernig málnotendur nýta mismunandi mál­ snið til að skilgreina eða staðsetja sjálfa sig gagnvart umhverfinu. Athugunum á tilteknum máleinkennum í ákveðnum aðstæðum má þannig fylgja eftir með því að huga að afstöðu eða afstöðuleysi mál­ notenda gagnvart eigin málnotkun og annarra, hvort tilbrigði í máli eru þeim meðvituð eða ómeðvituð, ráða í túlkun þeirra á félagslegri merkingu samskiptanna og hvernig málbeitingin tengist öðrum þátt­ um í fari þeirra. Málnotendur geta á augabragði skipt um málsnið ef svo ber und­ ir. Aðstæður, miðill og félagsleg merking samskiptanna og tján ing­ ar innar getur stýrt (og skýrt) breytileika í málhegðun, og af því að málnotendur geta sífellt lent í nýjum málaðstæðum og eru ávallt að staðsetja sig í samhenginu hverju sinni verður að líta svo á að tunga_23.indb 11 16.06.2021 17:06:47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.