Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Page 8

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Page 8
6 suma daga. Engin frost komu þó í mánuðinum. Síðast í mánuðinum gekk vindur til suðausturs og suðurs og hlýnaði heldur. Grasvöxtur á túnum var orðinn töluverður um miðjan mánuðinn, og hófst sláttur hér hinn 18. júní. Júlí. Tíð var mjög hagstæð allan mánuðinn, átt suðlæg, mjög lítil úr- koma og mikil hlýindi. Meðalhiti sólarhringsins var fimmtán dægur 13° C og meira. Hámarki náði hitinn þann 24., en þá var meðalhiti sólar- hringsins 23.4°, og mun það vera algjört einsdæmi. Úrkoma var sáralítil og heyskapartíð því einmunagóð, og var fyrri slætti lokið hér þann 23. Er á leið mánuðinn, tók jörð mjög að þorna og gerði þá vatnsskortur vart við sig. Garðar þornuðu mjög, og stóð þurrkurinn bæði garðavexti og endurvexti á túnum mjög fyrir þrifum, enda var jafnan sunnan- og suð- vestan strekkingur nótt sem dag. Meðalhiti mánaðarins var 13.3°, en úr- koman um 21 mm. Ágúst. Sunnan- og suðvestan-átt hélzt allan mánuðinn, lítil úrkoma, stundum allhvasst, og mátti heita að þurrkur stæði nú öllum gróðri fyrir þrifum, einkanlega í görðum, og há spratt mjög lítið á túnum, nema þar sem mjög snemma var slegið og borið á. Matjurtir uxu hér mjög vel, enda var aðstaða til að vökva þær. í byrjun mánaðarins var byrjað að selja bæði blómkál og hvítkál og má telja, að það hafi verið 2—3 vikum fyrr heldur en venjulegt er. September. Sunnan- og norðvestanátt hélzt fram til 10. sept., og var hlýtt í veðri og gerði nokkra úrkomu af og til. Þann 11. gekk vindur til norðurs og kólnaði heldur í veðri, en veðrátta var þó yfirleitt hlý allan mánuðinn, og lágmarksmælir sýndi aldrei frost. í lok mánaðarins gekk vindur aftur til suðurs og suðvesturs. Síðari hluta mánaðarins gerði tals- verða úrkomu af og til. T. d. rigndi 9.2 mm þann 21. Tóku tún töluvert að vaxa í mánuðinum, og var góð beit þar sem borið var á á milli slátta. Kartöfluuppskera var víða léleg vegna þurrka í júlí og ágúst. Október—desember. Suðlæg átt hélzt að kalla allan október og fremur milt veður, en frost var þó annað slagið, einkum síðari luta mánaðarins. Snjó festi ekki teljandi og hægt var að vinna að jarðvinnslu fram undir þann 25. Úrkoma var fremur lítil. Fyrrihluta nóvember var átt vestlæg og norðlæg og hríðarhraglandi suma daga eða slydda. Flesta daga var þó frostlaust, og tók snjó jafnóðum og hann kom. Var jörð snjólaus og þíð flesta daga fram að 26. nóv., en þá gerði frost og dálítið föl. Þann 29. komst frostið niður í 13°. í desember var norðan- og norðvestanátt og allmikil frost allan mán- uðinn. Ennfremur snjóaði mikið eftir þann 20., og var kominn allmikill snjór á láglendi og nokkrar samgöngu-truflanir. Fjallvegir urðu allir ó- færir, er kom fram í mánuðinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.