Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Page 17
15
verða ráðandi gróður. Uppskerumagnið er dálítið minna í c-lið en í b-
og d-liðum, en þó getur sá mismunur ekki talizt mikill ennþá.
Rannsóknir á eggjahvítumagni heysins benda ekki til þess, að teljandi
munur sé á eggjahvítuinnihaldinu.
Vaxandi skammtur af N-áburði, nr. 21 1954.
Áburður kg/ha:
a. 60 P, 75 K, 0 N . .
b. 60 P, 75 K, 40 N . .
c. 60 P, 75 K, 80 N . .
d. 60 P, 75 K, 120 N . .
Hey hkg/ha Meðal
1955 1956 3 ára
31.57 35.00 30.62
47.48 53.18 48.95
64.36 63.86 64.87
69.51 67.80 69.17
Hlut- Meðalt. % þurrefni
föll Eggjahv. P
62 14.32 0.25
100 14.44 0.25
133 15.02 0.27
141 16.80 0.27
Tilraunalandið var slegið 28. júní og 31. ágúst 1954 en 13. júlí og 1.
sept. 1955.
Eggjahvíta var rannsökuð í sýnishomum frá 1954 og 1955 í 1. og 2.
slætti bæði árin. Fosfór var rannsakaður 1954 í 1. og 2. slætti.
Ekki virðist vera hægt að draga neinar ályktanir af niðurstöðum þess-
arar tilraunar þessi þrjú ár, sem hún hefur staðið, enda er gert ráð fyrir
því, að hún standi enn um allmörg ár. Rannsóknir á fosfórmagni heysins
virðast heldur ekki gefa neinar raunhæfar bendingar um það, hvaða
magn af N-áburði sé hæfilegt á móti 60 kg P og 75 kg K. Eggjahvítan er
óeðlilega há í öllum liðum.
Vaxandi skammtar af N-áburði á smáratún, nr. 8 1950.
Hey hkg/ha Meðaltala Hlut-
Áburður kg/ha: 1955 1956 7 ára föll
a. 70 P, 90 K, 0 N ................. 40.30 33.22 33.55 100
b. 70 P, 90 K, 30 N ................. 57.60 49.73 51.88 154
c. 70 P, 90 K, 50 N ................. 51.76 53.65 58.04 173
d. 70 P, 90 K, 70 N ................. 57.22 70.56 67.25 200
e. 70 P, 90 K, 90 N ................. 65.38 68.32 75.62 225
Þessi tilraun hefur staðið í sjö ár og virðist ekki veruleg breyting á
gróðurfari hinna einstöku liða. Vöxtur smárans er hins vegar nokkuð
breytilegur frá ári til árs, og er það aðallega veðurfarið, sem hefur þar
áhrif. Sumarið 1955 bar mikið á smára í a- og b-liðum og ennfremur
í c-lið og einnig nokkuð í d-lið, en hins vegar virðist smárinn vera horf-
inn úr e-lið. Árið 1956 var smárinn mjög lítið áberandi nema í a- og b-lið,
enda var sumarið kalt.