Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Síða 24
22
Endurræktun tuna, nr. 9 1950.
Áburður kg/ha:
a. Túnið óhreyft í 24 ár ...
b. Túnið plaegt 6. hvert ár .
c. Túnið plægt 8. hvert ár .
d. Túnið plægt 12. hver.t ár
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut-
1955 1956 7 ára föll
66.88 48.56 67.65 100
72.53 25.38 57.29 88
76.06 66.77 64.57 96
79.16 65.67 69.14 102
Eins og tilraunalandið ber með sér, sbr. skýrslurnar 1952 og 1953—
1954, var b-liður plægður og reitirnir herfaðir, jafnaðir og sáð í landið
6. júní. Áður en plægt var, var mykju dreift yfir reitina, 36 tonn á ha, og
hún plægð niður þannig. Sáð var 35 kg af SÍS-blöndu á ha árið 1955.
Vegna þurrka og kulda um sumarið greru b-reitirnir fremur seint, og
uppskera varð mjög rýr, en gróður var jafn og leit að öðru leyti vel út.
Á a-lið var borið 18 tonn mykja 1956.
Um árangur af þessari tilraun er lítið hægt að segja ennþá, þótt hún
hafi staðið í sjö ár, enda er þess tæplega að vænta, en samt sem áður virð-
ist ekki mikill munur á hinum unnu liðum, en þó sýna þeir ef til vill
lægri uppskeru en telja mætti eðlilegt, vegna þess að kalárin 1951 og 1952
komu á versta tíma fyrir nýja sáðsléttu. Sama má segja um b-lið árið
1956. Hann lendir í mjög köldu sumri, þannig að öllum nýjum sáðslétt-
um fór mjög Htið frarn fyrr en kom fram í september eða tók að hlýna
í veðri.
2. Tilraunir með fræblöndur.
Tilraun með fræblöndur, nr. 12 1952.
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut- % þurrefni
1955 1956 4 ára föll eggjahv.
Blanda nr. 1 ............... 71.48 76.31 83.17 100 16.1
Blanda nr. 2 ............... 66.86 72.89 88.44 106 17.4
Blanda nr. 3 ............... 75.37 106.33 98.14 118 16.7
Blanda nr. 4 ............... 63.75 82.49 89.84 108 17.8
Blanda nr. 5 ............... 67.45 66.05 82.57 99 16.8
Blanda nr. 6 ............... 77.40 80.57 94.33 113 18.5
Blanda nr. 7 ............... 64.54 81.49 88.45 106 15.3
Eggjahvíta var rannsökuð í sýnishornum frá 1954, í 1. slætti. Slegið
var 12. júlí.
Á tilraunalandið hefur verið borið bæði árin 120 kg N, 90 kg P og
90 kg K. Ekki hafa orðið neinar teljandi breytingar á gróðursamsetn-
ingu hinna einstöku fræblandna frá því árið 1954 og greint er frá í