Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Síða 29
27
Tilraunin er gerð bæði árin í Kjarnalandi og tilhögun hin sama og
verið hefur undanfarin ár. Notaður var garðáburður, 20 kg/100 m2.
Árið 1955 voru reynd þrjú ný afbrigði, sem ekki hafa verið reynd hér
áður. Tvö þeirra voru send frá Atvinnudeildinni, De Vernon og Katha-
din, en Áspotet er fengin hjá Sigurði L. Pálssyni, menntaskólakennara á
Akureyri. Árið 1956 var afbrigðum fækkað mikið frá því sem verið hefur
og þau afbrigði lögð niður, sem verið hafa um nokkur ár í tilraunum og
ekki virðast hafa verulega þýðingu fyrir kartöfluræktina. Kathadin er
skyld Grænni fjallakartöflu og Sequoia og að mörgu leyti lík þessum af-
brigðum. Árið 1956 reyndist hún þó mun lakari en t. d. Græn fjallakart-
afla. Áskartaflan virðist vera sæmilegt afbrigði og hefur gefið líka upp-
skeru og Gullauga bæði árin.
Árið 1956 er sterkja og þurrefni ekki síður lítið en uppskeran, enda
tæplega við öðru að búast, því að kartöflurnar eru ekki hálfvaxnar. Ekk-
ert af þessum fljótvöxnu afbrigðum, nr. 3, 5, 6 og 7 eru góðar matarkart-
öflur, en smælki er jafnan lítið, þótt uppskera sé léleg.
4. Tilraunir með vaxtarrými kartaflna.
Tilraun með vaxtarrými á Gullauga, nr. 27 1954.
Árið 1955. Þurrefni Sterkja Alls Söluhæfar Hlutföll
% % hkg/ha hkg/ha söluhæfar
a. 2 kartöflur á metra . 24.0 13.6 169.4 140.6 100
b. 3 kartöflur á metra . 23.6 14.4 196.6 166.2 118
c. 4 kartöflur á metra . 23.6 15.0 200.0 157.9 112
d. 5 kartöflur á metra . 25.6 15.2 229.1 176.2 125
e. 3 x 2 kartöflur á metra .. . 23.9 14.6 245.8 186.5 132
Tilraun með vaxtarrými á Gullauga, nr. 27 1954.
Árið 1956. Þurrefni Sterkja Smaelki Alls Söluhæfar Hlutföll
% % % hkg/ha hkg/ha söluhæfar
a. 2 kartöflur á metra . 15.8 7.5 28 109.7 77.8 100
b. 3 kartöflur á metra 16.3 8.0 29 166.7 116.7 150
c. 4 kartöflur á metra . 15.9 8.0 29 204.2 143.1 184
d. 5 kartöflur á metra . 14.4 7.6 38 223.6 144.4 186
e. 3 x 2 kartöflur á metra .. • 15.0 7.6 44 225.0 125.0 161