Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Side 33
31
Fastur starfsmaður er Björn Jónsson, fjósameistari, sem hefur húsnæði
á Melum. Kristdór Vigfússon og Þorkell Björnsson hættu báðir störfum
á árinu 1955. í stað þeirra voru ráðnir Baldur Sigurðsson, og býr hann á
efri hæðinni í Gróðrarstöðvarhúsinu, og Elías Bjamason, sem býr á neðri
hæðinni. Elías vann með Birni við skepnuhirðingu en Baldur við önnur
bústörf og verkstjórn. Á sumrin vinna á stöðinni 6—8 manns.
c. Garðrœkt.
Garðræktin hefur verið með líku sniði og undanfarin ár, og hafa
kartöflur verið settar niður í um 2 ha á ári og auk þess rófur í um 1—2
dagsláttur.
Stofnræktun útsæðis hefur vefið þessi:
Rauðar íslenzkar (Ólafsrauður)
Gullauga ...................
Ben Lomond..................
Arið 1955
55 tunnur
60 -
15 -
Árið 1956
55 tunnur
60 -
15 -
Heildaruppskera var árið 1955 um 300 tunnur af kartöflum og um
100 tunnur af rófum. Árið 1956 var uppskeran mjög lítil vegna nætur-
frosta á miðju sumri, eða um 200 tunnur alls af kartöflum og rófum.
Sala á kartöflum og rófum gekk vel, enda var heildaruppskera á land-
inu lítil bæði árin, því að þótt hér norðanlands væri góð uppskera 1955,
var uppskeran mjög lítil sunnan- og vestanlands.
Nokkuð var ræktað af hvítkáli og blómkáli, og þroskaðist hvítkál með
allra bezta móti 1956.
Ármann Dalmannsson sá um hirðingu á trjágarðinum í Gróðrarstöð-
inni bæði sumurin.
d. Vélar og verkfœri.
Nokkuð hefur verið bætt við af vélum þessi árin. Árið 1955 var feng-
inn Fordson Major dieselvél með vökvalyftu, heygaffli, skóflu, ýtu og
fleiri verkfærum, svo sem herfi og plóg. Keyptur var saxblásari árið 1955
og mykjudreifari 1956. Hafa tæki þessi reynzt mjög vel.
Árið 1956 var keyptur plastpoki, til þess að hafa ofan á votheysgeymsl-
um, og er þá dælt vatni í pokann. Hann kostaði tæpar 1600 krónur. Var
hann keyptur í Danmörku í gegnum Globus h.f. í Reykjavík.