Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Síða 64
62
Tilraun með dreifingartíma á kjarna á móajörð, nr. 5 1949.
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut- Mt. % þurr-
Dreifingartími: 1955 1956 8 ára föll efni ehv.
a. Ekkert N......................... 22.0 31.2 31.0 42 15.0
b. 1. dreifingart. 10/5 ............... 77.7 73.7 74.8 100 15.0
c. 2. dreifingart. 20/5 ............... 74.6 76.2 75.9 102 16.3
d. 3. dreifingart. 30/5 ............... 66.4 73.4 68.6 92 16.7
e. 4. dreifingart. 10/6 ............... 51.5 64.2 62.3 83 17.7
Grunnáburður tvö undanfarin ár hefur verið á alla liði 90 kg K og
70 kg P á ha og N 100 kg í kjarna. Fyrsti og annar dreifingartími gefa
mest hey, en þriðji og 4. gefa heldur minna hey en heldur eggjahvíturik-
ara, eins og efnagreiningin gefur til kynna. Eggjahvítan er rannsökuð í
sýnishornum frá 1955 og 1956 og er meðaltal úr 1. og 2. slætti. Slegið var
5. júlí og 30. ágúst 1955 og 11. júlí 1956.
Tilraunin bendir til þess, eins og áður, að með því að dreifa N á tún
10.—20. maí er fyrr hægt að byrja slátt en með síðari dreifingartímum.
Er því hægt að ráða nokkuð um það með áburðartímanum, hvað snemma
er hægt að hefja sláttinn. En alltaf er það þó nokkuð háð tíðarfarinu,
hvað snemma sprettur, þó að snemma sé borið á. Þar sem hefja á slátt
snemma, virðist réttast að bera N á í byrjun gróanda.
Dreifing á kalkammonsaltpétri i einu og tvennu lagi, nr. 7 1951.
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut- % þurre. ehv.
Áburður kg/ha: 1955 5 ára föll l.sl. 2. sl.
a. 80 N......................... 42.3 61.6 100 14.7 13.3
b. 50+30 N...................... 52.8 68.6 111 12.8 15.4
c. 100 N........................ 44.8 69.4 100 16.7 13.4
d. 60+60 N..#................... 52.7 79.9 115 14.9 15.0
Grunnáburður á alla liði: 100 kg K -þ 90 kg P. Tilraunin segir það
sama og undanfarin ár, að skipting N-áburðarins hefur gefið dálítinn
ávinning, og þó einkum í því, að háin verður meiri, þar sem tvídreift er,
og líka eggjahvítuauðugri, eins og efnagreining sýnir. Tilrauninni var
hætt árið 1955.
Tilraun með dreifingu N-áburðar i ' einu og tvennu lagi, nr. 12 1956.
Hey hkg/ha Meðalt. % þurre. ehv.
Áburður kg/ha: 1956 l.sl. 2. sl.
a. 100 N í einu lagi .. . 64.0 16.8 12.9
b. 150 N í einu lagi . . . 89.2 17.8 15.9
c. 75+75 N í tvennu lagi .. . 82.7 14.1 15.2
d. 100 + 50 N í tvennu lagi . . . 88.5 14.6 15.6