Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Síða 69
67
2. Tilraunir með sláttutíma.
Sláttutimatilraun á móajörð, nr. 13 1954.
Tilraun þessi hefur verið gerð í þrjú sumur og í samráði við Tilrauna-
ráð búfjárræktar. Fyrstu tvö árin voru reitir hafðir 3 x 11 =33 m2, en
síðastliðið vor var þessu breytt þannig, að nú er reitastærðin 4x15 = 60
m2. Er þetta gert af því, að heyið er notað í fóðurtilraun frá hverjum
sláttutíma, og annast það Pétur Gunnarsson tilraunastjóri. Fyrri stærð
reitanna gaf ekki nóg hey til fóðurtilrauna, og þess vegna voru reitir
stækkaðir. Þá var tilrauninni breytt þannig síðastl. vor, að g- og h-liðir
voru felldir niður. Þriggja vikna bil milli sláttutíma reyndist þannig, að
tveir síðustu sláttutímarnir voru ekki sláandi með vél, en hægt að slá með
orfi og Ijá (sjá 18/8 og 15/9 í töflunni).
Gróðurfar er það sama og verið hefur, og er ekki sjáanleg breyting
við mismunandi sláttutíma. Aðalgróðurinn er vallarsveifgras, túnvingull,
língrös og vallarfoxgras. Einnig var slæðingur af axhnoðapunti og hvít-
smára, en hann er nú að mestu horfinn.
Sláttutímatilraun.
Sláttu- Hkg hey af ha Meðaltal Hlutföll
tími 1955 1956 3 ára 3 ára
a 27/7 107.6 77.7 88.9 100
b 14/7 49.1 53.4
15/9 29.4 32.3
78.5 85.7 89.2 100
c 30/6 42.6 22.1
18/8 22.2 43.5
64.8 65.6 74.0 83
d 16/6 19.6 10.3
15/9 44.4 61.8
64.0 72.1 72.4 81
e 16/6 18.1 9.3
28/7 37.3 36.9
15/9 10.9 25.3
66.3 71.5 74.2 84
f 16/6 16.5 9.5
14/7 19.3 30.2
11/8 21.4 10.5
15/9 4.0 19.8
------- 70.0 70.3
61.2
79