Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Side 85
83
Eggjahvíta og fosfór var rannsakað í sýnishornum úr 1. og 2. slætti
1956. Enginn teljandi mismunur virðist vera á milli hinna ýmsu N-áburð-
artegunda. Sama er að segja um efnainnihaldið.
Tilraunin er efst á sömu sléttunni og tilraunirnar hér að framan.
Framburðar gætir þar mest í jarðvegi, og sáðgresi er algerlega ríkjandi.
í hlutfalli við N-áburð er uppskera af e-lið tiltölulega mjög há og eins af
a-lið. Þessu veldur vafalaust smári, sem í þessum liðum hefur gætt miklu
meira en þar sem meira N er borið á.
Tilraun með kalí- og fosfóráburði, nr. 20 1954
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut- Þurrefni % meðalt.
Áburður kg/ha: 1955 1956 3 ára föll P K Ca
a. 70 N, 0 P, 0 K . . . . 73.83 74.21 73.1 100 0.24 1.52 0.49
b. 70 N, 70 P, 0 K . . 76.09 69.20 71.9 98 0.29 1.58 0.59
c. 70 N, 0 P, 90 K .. . . 75.04 72.08 74.0 101 0.24 1.68 0.45
d. 70 N, 70 P, 90 K . . .. 71.82 73.93 71.9 98 0.29 1.63 0.47
Fosfór og kalium var rannsakað í sýnishornum frá 1954, 1955 og
1956 í 1. og 2. slætti, en kalcium í 1. og 2. slætti 1956. Árangur þessarar
tilraunar er hliðstæður og samstæðra tilrauna. Enn þá er enginn vaxtar-
auki kominn fyrir kalí eða fosfóráburð. Þó er fosfórmagnið í þurrefni
greinilega minna í a- og c-liðum.
Tilraunin í sams konar jarðvegi og nr. 17 og 21 1954.
Tilraun með vaxandi skammta af P og K, nr. 24 1954.
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut- Þurrefni % meðalt.
Áburður kg/ha: 1955 1956 3 ára föll P K Ca
a. 120 N, 0 P, 0 K 49.24 62.00 57.5 100 0.17 1.73 0.36
b. 120 N, 60 P, 150 K 57.72 74.28 66.3 115 0.24 2.48 0.47
c. 120 N, 90 P, 150 K 66.36 67.60 65.4 114 0.26 2.45 0.46
d. 120 N, 120 P, 150 K 62.28 73.76 69.1 120 0.28 2.40 0.49
e. 120 N, 120 P, 100 K 63.32 76.88 69.7 121 0.27 2.23 0.42
f. 120 N, 120 P, 50 K 67.00 80.68 75.4 131 0.29 2.19 0.44
Fosfór er rannsakaður í sýnishornum frá 1954, 1955 og 1956 í 1. og 2.
slætti, en kalí og kalcium í 1. og 2. slætti 1956.
Nokkur vaxtarauki er fyrir fosfórinn, en lítill munur á b-, c- og d-lið.
Vaxtarauki fyrir kalí er mjög vafasamur, enda hefur tilraunin staðið að-
eins í 3 ár. Kalímagnið í innihaldi uppskerunnar er mikið og meira að
segja í a-lið þannig, að enn er forði af K í jarðveginum.
Fosfórmagnið í a-lið er um 25% minna en í b-lið og sýnir ótvíræðan
skort á fosfóráburði. Annars er fosfórmagnið fremur lágt í öllum liðum.
6*