Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 86
84
Tilraunin ejr niðri á bökkunum við Jökulsá þar sem árframburðar
(sands og leirs) gætir mikið í jarðvegi. Kal og gæsir hafa stundum valdið
nokkrum skemmdum á tilrauninni. Sáðgresi er ráðandi.
Vaxandi skammtar af N, P og K, nr. 14 1953.
Hey hkg/ha Meðalt. Hlut- Þurrefni %
Áburður kg/ha: 1955 1956 4 ára föll Ehv. Ca P K
a. Enginn áburður 13.92 26.80 34.8 74 9.4 0.35 0.16 1.32
b. 90 P, 0. K, 90+45 = 135 N 76.96 90.20 85.0 179 11.1 0.35 0.25 1.98
c. 30 P, 40 K, 30+15= 45 N 34.00 50.92 47.3 100 10.0 0.37 0.22 1.86
d. 60 P, 80 K, 60+30= 90 N 54.36 72.60 63.1 133 10.7 0.37 0.24 2.11
e. 90 P, 120 K, 90+45=135 N 70.68 86.16 80.7 171 11.7 0.34 0.27 2.26
f. 120 P, 160 K, 120+60=180 N 84.56 98.08 90.9 192 13.0 0.42 0.31 2.66
Tilraunalandið var slegið 13. júlí og 15. september 1954, 6. júlí og
5 september 1955, 2. júlí og 3. september 1956. Eggjahvíta, calcium og
fosfór var rannsakað í sýnishornum frá 1954, 1955 og 1956 í 1. og 2. slætti.
Kalíum var rannsakað 1955 og 1956 í 1. og 2. slætti.
Þessi tilraun hefur nú staðið í 4 ár og þrátt fyrir það er kalískorts lít-
ið sem ekkert farið að gæta samanb. b-lið, en sá liður er tekinn upp í
þessa tilraun, en að öðru leyti er hún samstæð sams konar tilraunum á
hinum stöðvunum. Vaxtaraukinn er fyrir 1. áburðarskammt (c-lið) að
meðaltali þessi 4 ár 12.5 hkg/ha, fyrir 2. áburðarskammt (d-lið) 15.8,
3. (e-lið) 17.6 og 4. (f-lið) 10.2 hkg/'ha. Fosfór og kalímagnið er nokkuð
stígandi með vaxandi áburði, en lítill munur er á eggjahvítumagninu.
Kalcium er mjög líkt í öllum liðum, en alltaf mikið meira í 2. slætti og
er svo yfirleitt.
Tilraunin er í sams konar landi og býr við sömu aðstæður og nr.
24 1954.
Vaxandi skammtar af N, P og K, með 300 N, nr. 22 1954.
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut - Þurrefni % meðalt.
Áburður kg/ha: 1955 1956 3 ára £511 Ehv. Ca P K
a. 80 P, 100 K, 0 N 41.56 55.48 50.5 71 12.11 0.60 0.32 2.18
b. 40 P, 50 K, 75 N 60.56 77.64 71.7 100 12.03 0.43 0.30 2.24
c. 80 P, 100 K, 100 + 50-150 N 82.00 97.28 90.9 127 12.78 0.40 0.31 2.38
d. 120 P, 150 K, 150+75-225 N 95.32 115.48 106.6 149 17.41 0.48 0.33 2.63
e. 160 P, 200 K, 150+100+50=300 N 104.48 127.28 119.6 167 18.69 0.48 0.34 2.48
Tilraunalandið var slegið 23. júní, 30. júlí og 12. september 1954;
16. júní, 27. júlí og 16. september 1955. Eggjahvíta, calcium og fosfór
var rannsakað í sýnishornum frá 1954 og 1955 í 1., 2. og 3. slætti bæði