Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Side 94
92
Tilraunalandið var slegið 6. september 1955 og 29. ágúst 1956.
Eggjahvíta og fosfór var rannsakað í sýnishornum frá 1955 og 1956. Til-
högun sama og 1954, samanber skýrslu 1953—1954. Tilraunin er gerð á
sendinni mýrarjörð bæði árin. 1955 var borið á 13. júní, sáð og gengið
frá 16. júní. Slegið 6. september. Hafrar fullmikið skriðnir, belgjurtir
blómstraðar, vel smitaðar. 1956 var borið á og sáð 1. júní, slegið 29. ágúst.
Hafrarnir full mikið skriðnir og belgjurtir blómstraðar.
Á a-, b-, c- og d-lið var sáð 220 kg/ha stálhöírum, en á e-lið var sáð
100 kg/ha höfrum, 80 kg ertum og 70 kg fóðurflækjum.
Vaxtaraukinn fyrir fyrsta skammtinn af N-áburði, 60 kg/ha, gefur
32.9 hkg/ha, c-liður gefur 2.7 likg og d-liður gefur 6.1 likg/ha. E-liður
eða belgjurtirnar gefa (e-f-a) 5.1 hkg/lia vaxtarauka og er þessi vaxtar-
auki lítill.
Eggjahvítan er stígandi með auknum áburði og mest í e-lið, en þó
ekki meiri en 11.9%. Fosfórmagnið er mjög lágt miðað við hey með tíl-
1 iti til svo mikils áburðar.
Tilraun með belgjurtagrœnfóður, nr. 26 1954.
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut- Þurrefni %
Sáðmagn kg/ha: 1955 1956 3 ára föll Eggjahv. P
a. 200 hafrar 65.8 85.9 73.13 100 7.0 0.18
b. 100 hafrar+200 ertur 61.8 75.0 66.05 90 9.8 0.21
c. 100 hafrar+130 fóðurfl. . .. 59.1 83.4 64.40 88 10.1 0.20
d. 100 hafrar-f 100 ertur + 65 fl. 58.9 79.4 66.07 90 8.9 0.20
Tilraunalandið var slegið 6. september 1955 og 29. ágúst 1956. Eggja-
hvíta og fosfór var rannsakað í sýnishornum frá 1955 og 1956. 1955 var
borið á 13. júní og sáð 15. júní. 1956 var borið á og sáð 1. júní og slegið
29. ágúst. Tilraunin var gerð á sandblandinni mýrarjörð (á bökkunum).
Smitun tókst vel bæði árin. Útsæðið var: Stálhafrar, Lola-ertur 1956, en
Solo-ertur 1955 og fóðurflækja. Áburður: 41 kg N, 90 kg P og 90 kg K.
Hafrarnir gefa mesta uppskeru að meðaltali þessi 3 ár, en eggjahvítu-
magnið er heldur minna. Belgjurtirnar virðast ekki standa jafnfætis höfr-
unum í þessari tilraun. Fosfórmagnið er hér lágt eins og í hafratilraun-
inni nr. 25 1954.
B. Tilraunir með kornækt.
Samanburður á byggafbrigðum 1955.
Liðir 5, samreitir 4, uppskerureitir 20 m2, borið á og sáð 23. maí. Til-
raun í nýbrotnum, sandblöndnum torfjarðvegi niðri á bökkum. Talsvert