Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Qupperneq 102
100
5. Tilraunir með eyðingu illgresis í kartöflum.
Eyðing illgresis í kartöflum, nr. 34 1956.
Sterkja Smælki Kartöflur Söluhæfar Hlutföll
Tilhögun: % % hkg/ha hkg/ha söluhæfa
a. Engin varnarlyf .. 13.10 19.0 182.3 148.4 100
b. 450 kg Tröllamjöl á ha .. .. 12.90 23.0 196.6 151.0 102
c. 1.2 kg Herbasol á ha .... .. 12.50 23.0 188.8 145.8 98
d. 15 kg Aerocyanat á ha ... .. 13.40 24.0 195.3 147.8 100
e. 2.4 kg Herbasol á ha .... .. 11.70 24.0 197.3 150.3 101
Borið á 29. maí og sett niður 31. maí. Varnarlyf borið á 14. júní. Tek-
ið upp 17. september. Gras mikið fallið. Arfi minnstur þar sem trölla-
mjölið var borið á. Lélegur árangur af Herbasol, einkum einfalda
skammtinum, en nokkur árangur af Kaliumcyanat.
Áburður á ha: 200 kg P205, 270 kg K20. Liður a og c—e 150 kg N,
liður b 60 kg N. Varnarlyf: a. ekkert, b. 450 kg tröllamjöl á ha, c. Herba-
sol 1.2 kg í 1000 1 vatns á ha, d. Aerocyanat (Kaliumcyanat), 150 kg á ha í
1000 1 vatns, e. Herbasol 2.4 kg í 1000 1 vatns á ha.
3. Starfsskýrsla.
Framkvœmdir 1955.
Þær voru ekki miklar á árinu. Unnið var um vorið talsvert í því landi,
er byrjað var að brjóta í neðanverðum Haga, en það munu vera 12—15
ha að stærð. Var unnið með plógherfi og diskaherfi ræktunarsamb. V.-
Héraðs og auk þess farið yfir allmikinn hluta þess með nýjum jarðtætara,
sem tengdur er við hinn nýja David Brown díseltraktor. Var það unnið í
byrjun maí, þegar jörð var haugblaut, og vannst þá mjög vel, en þarf að
jafnast betur. í höllunum sunnan við fjárhúsin fullunnið og sáð í nokk-
urt stykki og enn fremur á bakkann. Alls var sáð í rúml. 2 ha. Þá var
um haustið komið upp girðingarhólfi vestur á Brattagerði í Rana, ca.
1 ha. Mætti nefna það fjárbæli. Var það gert svo hægt væri að smala fé
þar saman til rúnings að sumri og enn fremur bætir það aðstöðuna til
þess að hafa fé þar framan af vetri. Var svo gert sl. haust. Reknar vestur
324 kindur fyrsta sunnudag í vetri og hafðar þar í 5 vikur. Var maður
hafður þar að gæta þeirra. Þetta hefur ekki verið gert áður í tíð tilrauna-
búsins, en er nauðsynlegt að geta hagnýtt hið góða og mikla beitiland í
Rana lengur en að sumrinu.