Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Síða 103

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Síða 103
101 Búið. Það stækkaði nokkuð á árinu. Nautgripir eru að vísu fáir, og aðeins til að fullnægja mjólkurþörf á heimilinu. Sauðfé í árslok var: Ær 456, lömb 124, hrútar og sauðir 13. Keyptur var á árinu dráttarhestur. Uppskera og afurðir. Slægjur voru leigðar og heyjað þannig um 150 h. Heyfengur var svip- aður að magni og undanfarið, eða um 1000 teningsmetrar, er sigið var í heygeymslum. Fyrningar um vorið voru áætlaðar um 280 hestar. Upp- skera garðávaxta var fremur lítil. Kartöflur spruttu í meðallagi, en sett var niður með minnsta móti. Uppskera nam rúmlega 30 tunnum. Kál- maðkur eyðilagði að mestu káluppskeru, og rófur voru aðeins í tilraun- um og nokkuð skemmdar af maðki. Mjólk framleidd á árinu var 10 þús. kg. Slátrað var um haustið 420 dilkum með 14.44 kg meðalþunga, 13 kindum veturg'mlum og 36 fullorðnum. Seldir voru til lífs 18 lambhrút- ar og 4 hrútar veturgamlir. Vanhöld á sauðfé voru nokkur. 4 ær fórust úr garnaveiki, 2 fórust af Hvanneyrarv., 3 ær og 5 geml. um veturinn af óþekktum orsökum og 4 l‘mb um haustið. Þá fórst og í ársbyrjun hrútur sá, er keyptur var frá Holti í Þistilfirði haustið áður, úr Hvanneyrarveiki. Vanheimtar um haustið 3 ær. Þess má geta, að 7. marz fannst veturgömul ær, eign búsins, inn undir Vatnajökli, sem talin var vanheimt haustið áður. Ull var alls 1147 kg. Meðalþungi lífgimbra um haustið tæp 40 kg. Slátrað var um veturinn 1 nauti, rúmlega 2 ára, kjöt 220 kg, 1 kýr fórst úr krampadoða (steinefnaskorti) í ársbyrjun, og var þá fengin að láni kýr um 4ra mánaða skeið. 4 ungkálfar voru felldir og 1 alinn. Um haustið var slátrað fullorðinni hryssu, er keypt var fyrir nokkrum árum til að eiga folöld, en það tókst ekki. Kjöt af henni vóg 283 kg og mör 53 kg. Mun það vera óvenjulegur vænleiki. Þá má geta þess að eins og árið áð- ur voru leyfi veitt fyrir hreindýraveiðum. Fékk búið 3 dýr. Voru 2 þeirra felld í september, en 1 í árslok. Kjötið af þeim vóg samtals 130 kg. Þetta voru ung dýr og kjötið ágætlega gott, og mun betra en árið áður. Dýrin voru felld af skyttum í Fljótsdal, er fóru til veiðanna, er þeirra var von sem skemmst frá á heiðinni (í austlægri átt) og var því lítil fyrirhöfn nú að ná þessum afurðum. Fólkshald. Það er nú svipað árlega. í heimili er 12—15 manns að sumri, en 7 að vetri. Kona mín var ráðskona allt árið og ein stúlka auk hennar um vet- urinn, en 4 um sumarið. 3 karlmenn voru auk mín um veturinn, en 4—5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.