Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Page 108
V. Skýrsla um áburðartilraunir
gerðar á vegum Búnaðarsambands Austurlands sumarið 1955.
PÁLL SIGURBJÖRNSSON
Tilraunir voru settar á tveimur stöðum. Önnur á Hjaltastað á túni
Einars Sigbjörnssonar, en hin á Skeggjastöðum í Fellum á túni Páls
Jónssonar.
Tvær tilraunir voru gerðar á hvorum stað, annars vegar með vaxandi
skammt af kalíáburði hins vegar með vaxandi skammt af fosfóráburði.
Tilraunirnar voru allar eins skipulagðar, með 4 tilraunaliðum og 4
samreitum. Hver tilraunareitur var 6x6 m og náði því hver tilraun yfir
24x24 m. Uppskernreitur var 5x5 m, en varðbelti einn meter.
Tilraunasvæðið á Skeggjastöðum var girt um leið og áburði var dreift
þar. A Hjaltastað var ekki sett upp sérstök girðing um tilraunasvæðið, en
það liggur á stórri skák milli skurða, sem er fráskilið með stórgripa-
girðingu. Áburðartegundirnar sem notaðar voru, voru „Kjarni“, klórsúrt
kalí og þrífosfat.
Starfsmaður sambandsins sá um alla fiamkvæmd tilraunanna, áburð-
ardreifingu, slátt og ákvörðun þurrheysprósentu með nokkurri hjálp eig-
enda túnanna. Búnaðarsambandið lagði til áburðinn.
Tafla yfir uppskeru af tilraununum.
Áburður kg/ha: Gras hkg/ha Hlutföll Hey hkg/ha
N p3o5 K,0 Hjalt. Skegg. Hjalt. Skegg. Hjalt. Skegg.
a-liður . .. 120 100 0 224.0 313.0 100.0 100.0 45.0 65.4
b-liður . . . 120 100 40 256.0 343.0 114.5 109.4 52.4 71.5
c-liður . . . 120 100 80 253.5 346.0 113.4 110.3 52.2 72.3
d-liður . . . 120 100 120 286.0 368.0 127.7 117.2 59.2 76.4
a-liður . . . 120 0 100 199.0 282.7 100.0 100.0 42.2 57.8
b-liður . . . 120 40 100 243.5 318.2 122.4 112.8 50.3 64.8
c-liður . .. 120 80 100 274.5 293.5 138.0 104.0 56.0 60.2
d-liður . . . 120 120 100 270.0 326.0 135.0 115.6 55.0 66.3
Við ákvörðun þurrheysprósentu voru þurrkuð 2 kg af grasi af hverj-
um lið tilraunanna og þurrheysmagnið reiknað út frá því. Við vigtun