Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Page 115
113
Yfirlit um hita og úrkomu við Andakílsárvirkjun árið 1956.
Hiti C° Úrkoma mm Úrkomudagar
Janúar -4.2 143.1 11
Febrúar 3.3 219.8 23
Marz 3.7 145.8 16
Apríl 3.2 79.4 18
Maí 7.1 92.9 21
Júní 9.6 87.3 17
Júlí 11.5 38.2 13
Ágúst 10.1 10.9 6
September 8.9 88.4 17
Október 4.7 338.3 25
Nóvember 5.1 487.4 26
Desember 2.3 183.1 19
Meðatal allt árið . .. Meðaltal maí—sept. Hitamagn 1. maí—1. 5.4 9.4 okt. 1445 1914.5 317.7 212
2. Tilraunastarfsemin.
Árið 1955 var byrjað á tilraunastarfsemi á Hvanneyri, en sökum þess
að tilraunamaðurinn kom seint um sumarið, var aðeins hægt að setja nið-
ur eina tilraun það sumar. Arið 1956 var tilraunastarfsemin aukin eftir
því sem kostur var. Auk tilraunanna hefur verið unnið að ýmsum athug-
unum, sem ekki er ástæða til að skýra frá opinberlega.
Þurrefnisrannsókn á heyi af tilraunareitunum, hefur verið fram-
kvæmd í þurrskáp. Prufurnar voru teknar með hollenzkum grasbor og
grasið látið í plastpoka. Var prufunum af öllum samreitum hvers til-
raunaliðs blandað saman. Síðan voru teknar tvær 100 g prufur og þurrk-
aðar í þurrskáp við 95—100 gráður á Celsíus í 6 klst. Þetta var talin nægi-
leg þurrkun til þess að allt vatn ryki í burtu. Þessar þurrefnistölur voru
notaðar sem grundvöllur fyrir útreikningum á uppskerumagni.
Tilraunirnar voru flestar gerðar í mýrinni austur af skólahúsunum.
Mýri þessi hefur reynzt illa til túnræktar, uppskeran hefur yfirleitt verið
lítil. Það er ástæða til að ætla, að víðar í Borgafirði séu mýrar í svipuðu
ástandi og Hvanneyrarmýrin.
Þegar getið er um N, P og K, er átt við: N = hrein N, P = P205 og
K = K20, eða fylgt sömu reglu eins og víðast í þessari skýrslu.
8