Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Síða 116
114
A. Tilraunir með túnrækt.
1. Áburðartilraunir.
Tilraun með fosfóráburð, nr. 21 1956.
Hey hkg/ha Hlutföll
Áburður kg/ha: 1955 1956 1956
a. 100 N, 100 K 0 P , . 1.0
b. 100 N, 100 K, 70 P árlega 31.1 100
c. 100 N, 100 K, 350 P einu sinni 2.0 33.0 106
d. 100 N, 100 K, 350 P einu sinni og 70 árlega. . . . 2.1 37.1 119
e. 100 N, 100 K, 700 P einu sinni 3.1 39.2 126
Samreitir eru 5. Stærð reita er 7.07x7.07 = 50 m2. Uppskerureitir eru
5x5 = 25 m2.
Tilraunin var gerð á mýri, sem ræst var fram 1953. Landið var frum-
unnið vorið 1955. Landið var eingöngu unnið með jarðtætara. Fosfór-
áburðurinn var tættur niður 8. júní 1955, en grasfræi sáð 21. júní. Sleg-
ið var 7. septemger. Sprettutíminn var því aðeins tveir og hálfur mánuð-
ur, í stöðugri rigningu, enda uppskeran eftir því.
1956 var tilraunin tvíslegin, enda uppskeran lítil eins og annars stað-
ar á Hvanneyrarmýrinni. Á a reitunum er hægt að segja að ekki sé sting-
andi strá.
Tilgangurinn með þessari tilraun, er að rannsaka, hvort stórir
skammtar af fosfóráburði á mýrarjarðveg bæti fosfórástand hans þannig
að verulegur uppskeruauki fáist.
Tilraun með niðurfellingu á fosfór, nr. 22 1956.
Áburður kg/ha: Hey hkg/ha Hlutföll
a. 100 N, 100 K, 400 P, yfirbreitt 18.5 100
b. 100 N, 100 K, 400 P, tætt niður 32.9 178
c. 100 N, 100 K, 800 P, yfirbreitt 25.3 126
d. 100 N, 100 K, 800 P, tætt niður 37.7 204
Samreitir eru 4. Stærð reita er 12x4.5 = 54 m2. Uppskerureitir
10x3.5 = 35 m2.
Tilraunalandið er mýri framræst 1953. Landið var lagað til með jarð-
ýtu og síðan tætt með jarðtætara. Hins vegar var fosfórnum í a- og c-lið-
um dreift ofan á, eftir að búið var að valta. Slcgið var einu sinni. Gera
má ráð fyrir, að munur á milli liða hafi orðið meiri en ella vegna þurrka
sumarið 1956. Þrífosfatið á yfirbreiddu reitunum var ekki uppleyst þeg-
ar slegið var.