Saga - 2013, Blaðsíða 40
Núpi og Gísla konráðs sonar.
Sigríður var ýmist frammi í göngum eða inni í búri á meðan
Natan var myrtur og segist „aldrei [hafa] inn í baðstofuna komið frá
því byrjað hafi verið með morðið og til þess að búið hafi verið að
kveikja í baðstofunni, utan alls einu sinni rétt sem snöggvast.“ Hún
hafi þó verið búin „að lofa þeim Agnesi og Friðrik að styrkja þau til
að drepa Natan ef þau á þyrfti að halda …“122 Hins vegar segist
Agnes hafa „lengst af … verið inní baðstofunni meðan Friðrik hafi
verið að myrða mennina …“123
Friðrik sló til Natans sem greip um hamarsskaftið þegar fyrstu
höggin riðu yfir. Hann hrópaði og bað um að ráðist yrði á tilræðis-
manninn, „sem hann meint hafi vera Pétur“, því honum væri ekki
sjálfrátt — „það mundi vera komið á hann flog eður ósjálfræði …“,
sagði Sigríður sem heyrði hrópin.124 Agnes tók því svo að hann vissi
af sér nálægt rúminu og varð hrædd og fór út úr baðstofunni til
Sigríðar. Þær heyrðu fram í göng að Natan bað vorm Beck á Geita -
skarði „að vægja sér og lofaði að betala honum hvern sinn síðasta
skilding.“125 Á þessu „stóð stundarkorn“.126 Friðrik segist hafa
haldið áfram að berja á Natani og forðast „að tala eitt orð svo hann
ekki þekkti sig.“127
Friðrik kom loks fram til kvennanna og sagði að þeir Natan og
Pétur væru nú báðir dauðir. Að sögn Sigríðar „skipaði [hann]
Agnesi að kveikja og tók hann svo við ljósinu og fór inn með það,
skipaði Agnesi að halda á ljósinu en hún kvaðst ei geta það.“128 Sjálf
segir Agnes að „þau Friðrik og Sigríður hafi þrengt sér til að bera
inn ljósið og kveðst hún hafa látið klút fyrir augun á sér svo hún sæi
sem minnst og ei viljað láta Natan þekkja sig þar hún heyrt hafi
áður en ljósið var kveikt að hann hafði eitthvað verið að segja.“129
Friðrik segir að bæði hann og Agnes hafi óttast mjög að Natan
eggert þór bernharðsson38
122 Sama heimild, bls. 244. — Friðrik staðfestir að Sigríður hafi ekki komið í
baðstofuna: „Sigríður, segir hann, að aldrei hafi inn í baðstofuna komið, eftir
að byrjað var við morðið…“, bls. 207.
123 Sama heimild, bls. 220.
124 Sama heimild, bls. 159.
125 Sama heimild, bls. 219, sbr. bls. 159.
126 Sama heimild, bls. 159.
127 Sama heimild, bls. 250.
128 Sama heimild, bls. 159.
129 Sama heimild, bls. 219.
130 Sama heimild, bls. 250.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:03 Page 38